Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 09:53
Elvar Geir Magnússon
Lukaku opinn fyrir Sádi-Arabíu - Man Utd gerir tilboð í Yoro
Powerade
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: EPA
Dominic Calvert-Lewin.
Dominic Calvert-Lewin.
Mynd: Getty Images
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: Getty Images
Minnum á landsleikinn í kvöld; England - Ísland á Wembley klukkan 18:45. En hér er slúðurpakki dagsins. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (31) hjá Chelsea er opinn fyrir því að fara í peningana í Sádi-Arabíu. AC Milan, Napoli og hans fyrrum félag Fenerbahce hafa einnig áhuga. (Telegraph)

Napoli á bara möguleika á að fá belgíska landsliðsmanninn Lukaku ef félaginu tekst að selja nígeríska framherjann Victor Osimhen (25) fyrst. (Times)

Everton á á hættu að missa enska framherjann Dominic Calvert-Lewin (27) frá sér á frjálsri sölu árið 2025 eftir að samningaviðræður við hann sigldu í strand. (Football Insider)

Chelsea fylgist með þróun mála hjá Calvert-Lewin en slóvenski framherjinn Benjamin Sesko (21) hjá RB Leiipzig er einnig meðal þeirra valkosta sem þeir eru að horfa til. (Mail)

Sex úrvalsdeildarfélög; Chelsea, Aston Villa, Newcastle, Everton, Nottingham Forest og Leicester, standa frammi fyrir því að þurfa að selja leikmenn fyrir lok júní til að standast reglur deildarinnar um hagnað- og sjálfbærnir. (Sky Sports)

Dominic Solanke (27) framherji Englands og Bournemouth er með 65 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum en það getur aðeins verið virkjað af nokkrum félögum. (Athletic)

Manchester United hefur lagt fram 60 milljóna evra tilboð í Leny Yoro (18) varnarmann Lille en fær samkeppni frá Real Madrid um undirskrift táningsins. (Marca)

Chelsea hefur gert Michael Olise (22) kantmann Crystal Palace að einu helsta skotmarki sínu í sumar. Bláliðar eru tilbúnir að keppa við Manchester United um leikmanninn sem er metinn á 60 milljónir punda. (Standard)

Raheem Sterling (29) kantmaður Chelsea hefur engan áhuga á að fara til Fenerbahce og engar viðræður hafa átt sér stað um að hann fari til Tyrklands. (Mail)

Massimiliano Allegri, fyrrum stjóri Juventus, hefur fengið tækifæri til að taka að sér stjórastarf í atvinnumannadeildinni í Sádi-Arabíu en hann vill taka við liði í ensku úrvalsdeildinni. (Sky Sports Ítalíu)

Borussia Dortmund vill fá hollenska vinstri bakvörðinn Ian Maatsen (22) til frambúðar eftir að hann lék vel á láni. Félagið er þó tregt til að ganga að 35 milljóna punda verðmiða Chelsea. (ESPN)

Brighton hefur sett Fabian Hurzeler (31) á lista sinn. Stjórinn ungi sem fæddur er í Bandaríkjunum stýrði St Pauli upp í Bundesliguna á síðasta tímabili. (Telegraph)

Brighton hefur rætt við sinn fyrrum stjóra, Graham Potter (49), um að snúa hugsanlega aftur í stjórastólinn. (Guardian)

Newcastle United er í viðræðum við Lloyd Kelly (25) sem er á förum frá Bournemouth, en West Ham, Tottenham, Roma og Atletico Madrid hafa einnig áhuga á þessum enska varnarmanni sem verður fáanlegur á frjálsri sölu. (Chronicle)

Sheffield United hefur lýst yfir áhuga sínum á að fá enska varnarmanninn Joe Worrall (27) frá Nottingham Forest. Hann verður falur á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út í sumar. (Football Insider)

Gabriel (26) miðvörður Arsenal og Brasilíu segir að það sé „draumur sinn“ að ganga til liðs við brasilíska félagið Corinthians en hann hefur stutt liðið síðan hann var barn. (Mirror)

Conor Gallagher (24) miðjumaður Chelsea og Englands er tilbúinn að vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir áhuga frá Aston Villa og Tottenham. (Guardian)

Brasilíski kantmaðurinn Raphinha (27) er hluti af áætlunum nýs stjóra Barcelona, ??Hansi Flick, en félög í Sádi-Arabíu höfðu sýnt honum áhuga. (Sky Sports Þýskalandi)
Athugasemdir
banner
banner
banner