Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Robbie Keane hættur með Maccabi (Staðfest)
Robbie Keane á Kópavogsvelli.
Robbie Keane á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrrum leikmaður Liverpool, Tottenham og landsliðsfyrirliði Írlands, Robbie Keane, er hættur sem þjálfari Maccabi Tel Aviv eftir eitt ár í starfi þar.

Hann gerði liðið að ísraelskum meisturum í síðasta mánuði og kom liðinu í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar í vetur eftir að hafa m.a. unnið tvo leiki á móti Breiðabliki.

Keane var gagnrýndur fyrir að starfa í Ísrael vegna stríðsins á Gaza.

Hann var ráðinn fyrir ári síðan og skrifaði þá undir tveggja ára samning. Hann segir ákvörðunina að fara hafa verið erfiða.

„Ég vil þakka öllum fyrir ógleymalengt tímabil. Ég er mjög stoltur af öllu sem við afrekuðum. Ég óska öllum sem koma að félaginu góðs gengis í Meistaradeildinni á komandi tímabili," sagði Keane.

Hann er 43 ára og skoraði hann alls 325 mörk í 737 keppnisleikjum á sínum félagsliðaferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner