Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
banner
   fös 07. júní 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Salah lagði upp í sigri - Ayew skoraði dramatískt sigurmark
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: EPA
Jordan Ayew
Jordan Ayew
Mynd: EPA

Mohamed Salah lagði upp annað af mörkum Egyptalands í sigri gegn Búrkína Fasó í undankeppni HM 2026 í gærkvöldi.


Leiknum lauk með 2-1 sigri Egyptalands en Salah lagði upp fyrra markið. Trezeguet fyrrum framherji Aston Villa sem leikur með Trabzonspor í Tyrklandi í dag skoraði bæði mörkin.

Egyptaland er með fullt hús stiga á toppi A riðils eftir þrjár umferðir.

Ismaila Sarr skoraði mark Senegal í jafntefli gegn Kongó. Leikmenn á borð við Edouard Mendy, Kalidou Koulibaly, Pape Matar Sarr og Nicholas Jackson voru í byrjunarliðinu ásamt Ismaila Sarr.

Senegal er í 2. sæti B riðils með 5 stig eftir þrjá leiki, tveimur stigum á eftir Súdan.

Þá fullkomnaði Jordan Ayew endurkomu Gana gegn Malí þegar hann skoraði annað mark liðsins í uppbótatíma. Gana er með 6 stig í 2. sæti I riðils.

Egyptaland 2-1 Búrkína Fasó
1-0 Trezeguet ('3 )
2-0 Trezeguet ('7 )
2-1 Lassina Traore ('56 )

Mali 1-2 Gana
1-0 Kamory Doumbia ('45 )
1-1 Ernest Nuamah ('58 )
1-2 Jordan Ayew ('90 )

Senegal 1-1 Kongó
1-0 Ismaila Sarr ('45 )
1-1 Fiston Mayele ('85 )


Athugasemdir
banner
banner
banner