Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fös 07. júní 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vardy tekur slaginn með Leicester í úrvalsdeildinni (Staðfest) - „Aldur er bara tala"
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum viið Leicester.

Vardy skoraði 20 mörk fyrir liðið á liðnu tímabili og hjálpaði því að komast aftur upp í úrvalsdeildina.

„Ég er hæstánægður að hafa náð þessum tölum 37 ára gamall, en ég er ekki búinn. Ég hugsa vel um mig. Ég hef alltaf sagt að aldur sé bara tala. Fæturnir eru fínir og ég held áfram þar til þeir segja að þetta sé búið. Sá dagur mun koma, en hefur ekki komið ennþá," sagði framherjinn við undirskrift.

Vardy er á leið í sitt tólfta ára hjá Leicester. Hann á að baki 464 leiki fyrri félagið og í þeim hefur hann skorað 190 mörk, unnið úrvalsdeildina og enska bikarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner