Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 07. júlí 2020 21:05
Anton Freyr Jónsson
Maggi Már: Hrikalega gaman að fylgjast með strákunum í dag
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús var mjög ánægður með spilamennsku liðsins í kvöld, eðlilega

„Bara hrikalega ánægður með strákana í dag. Þeir fóru eftir leikplaninu frá fyrstu til síðustu mínútu og gerðu það mjög vel, spiluðu mjög hratt allan leikinn og héldu góðu tempói í leiknum."

Lestu um leikinn: Afturelding 7 -  0 Magni

Hvernig var uppleggið hjá Aftureldingu fyrir leikinn í kvöld?

„Við vildum reyna pressa á þá, vorum svekktir með síðasta leik og vildum mæta af krafti til leiks og mér fannst það ganga vel. Allt annað að sjá kraftinn og dugnaðinn heldur en í síðasta leik á móti Fram."

Afturelding sótti sín fyrstu stig í deildinni í sumar og var Magnús spurður hvort það gefi ekki liðinu sjálfstraust fyrir komandi verkefni í deildinni.

„Já engin spurning, þetta er búið að vera smá brekka í byrjun móti erfiðum andstæðingum og við vildum vera með fleiri stig. Spilamennskan hefur verið fín á köflum, það var gott að ná heilum góðum leik í dag og uppskera samkvæmt því og skemmir heldur fyrir að vera búnir að snúa markatölunni okkur í hag."

Andri Freyr Jónasson skoraði fjögur mörk og var frábær í sóknarleik Aftureldingar í kvöld sem og hjá liðinu í heild.

„Andri er frábær í teignum og sýndi það í dag, kláraði sín færi vel og eins og allir og allir strákarnir. Sóknarleikurinn var frábær hjá öllu liðinu, menn voru að skapa færi og búa til og óeigingjarnir í kringum teiginn.Það var hrikalega gaman að flylgjast með strákunum í dag, ég held þetta sé stærsti sigur Aftureldingar í næstu efstu deild frá upphafi, það er mjög flott hjá strákunum að ná því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner