Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. júlí 2020 17:50
Ívan Guðjón Baldursson
Wigan Warriors vilja kaupa Wigan Athletic
Mynd: Getty Images
Ruðningsfélagið Wigan Warriors vill kaupa knattspyrnufélagið Wigan Athletic sem er á barmi gjaldþrots.

Stjórnendur Wigan Athletic eru að leita að fjárfestum til að bjarga félaginu og vilja eigendur Wigan Warriors ólmir festa kaup á knattspyrnufélaginu.

Ian Lenagan og Gary Speakman eru eigendur ruðningsliðsins, þeir eru fæddir og uppaldir í Wigan og telja það afar mikilvægt.

„Planið er að finna aðra fjárfesta sem eru til í að fara með okkur í þetta. Við erum búnir að láta stjórn Wigan Athletic vita af áformum okkar og munum við funda saman á næstu dögum," segir meðal annars á vefsíðu Wigan Warriors.

Wigan Athletic hefur gengið ótrúlega vel að undanförnu eftir hörmulegan fyrri hluta tímabils. Liðið er sex stigum frá fallsvæðinu eftir að hafa náð í 27 stig úr síðustu 13 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner