Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. júlí 2021 20:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Andri mjög ánægður með andann í liðinu - „Djöfull var þetta erfitt"
Guðmundur Andri Tryggvason númer 14
Guðmundur Andri Tryggvason númer 14
Mynd: Getty Images
Hannes varði víti!
Hannes varði víti!
Mynd: Getty Images
Marki fagnað
Marki fagnað
Mynd: Getty Images
Kiddi Freyr í leiknum
Kiddi Freyr í leiknum
Mynd: Getty Images
Við erum fáranlega ánægðir með að ná þessum tveimur mörkum í lokin og að halda okkur inn í þessu einvígi.
Við erum fáranlega ánægðir með að ná þessum tveimur mörkum í lokin og að halda okkur inn í þessu einvígi.
Mynd: Getty Images
„Djöfull var þeta erfitt,“ voru fyrstu orð Guðmundar Andra Tryggvasonar þegar fréttaritari Fótbolta.net heyrði í honum á hóteli Vals í Zagreb.

Valur mætti Dinamo Zagreb í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í dag. Leikar enduðu með 3-2 sigri Dinamo, staðan var 3-0 þegar skammt var eftir en Íslandsmeistararnir náðu að koma inn tveimur mörkum undir lokin.

Lestu um leikinn: D. Zagreb 3 - 2 Valur

„Við erum fáranlega ánægðir með að ná þessum tveimur mörkum í lokin og að halda okkur inn í þessu einvígi. Við komum vel gíraðir inn í heimaleikinn, það hefði verið leiðinlegt að vera 0-3 undir og mæta í seinni leikinn heima.“

Hvernig var þín upplifun af leiknum?

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn þungur, tók tíma að venjast þessu. Sólin hjálpaði lítið, menn voru fljótt þreyttir og erfitt að fá á sig tvö mörk í fyrri hálfleik. Við ákváðum inn í klefa að gefa allt í þetta í seinni hálfleik. Svo kólnaði í seinni hálfleik og mér persónulega leið miklu betur í seinni hálfleik.“

Hitastigið, væntanlega ekki vanur að spila fótbolta í svona hita?

„Við tókum eina æfingu fyrir leikinn og við erum að tala um alveg 36 gráðu hita, það er enginn í liðinu vanur þessu. Mér fannst allt annað að spila í seinni hálfleik, það var engin sól og hitastigið lækkaði, miklu betra að spila.“

Seinni hálfleikurinn, hvað var planið?

„Planið var að halda hreinu, það gekk ekki en við mættum vel gíraðir í seinni hálfleikinn. Þeir droppuðu aðeins niður og leyfðu okkur að vera aðeins meira með boltann sem var fínt. Svo var það gríðarlega sterkur karakter í lokin og það breytti miklu að Hannes hafi varið þetta víti. Annars hefði staðan verið 4-0. Það gaf okkur smá innspýtingu.“

Þið eruð fljótir að breyta þessari vörslu í eitthvað jákvætt fyrir ykkur hinu megin

„Mér fannst þeir búnir að vera mjög aftarlega í þessum leik, þeir fá þetta víti sem mér fannst ekki vera víti og þá voru þeir í dauðafæri á að koma þessu í 4-0 og klára þetta en Hannes ver. Maður gírast smá upp við það og sex mínútum seinna fiska ég vítið og við skorum. Mínútu seinna skorum við svo aftur, gríðarlega sterkur andi í liðinu.“

Mikil innspýting að sjá Kidda Frey koma þessu í netið eftir vonbrigði að vítið klikkaði?

„Já, eina pirrandi við þetta að ég fékk ekki assistið,“ sagði Andri og hló.

Hvernig er svo þín sýn á markið hjá Andra Adolphs?

„Ég tek einhvern langan bolta fram og ætlaði að láta Sverri hlaupa á eftir boltanum. Svo er varnarmaðurinn þeirra bara í einhverju rugli og sparkar í hausinn á sjálfum sér, boltinn dettur fyrir Andra og hann bara svellkaldur og klárar þetta ótrúlega vel. Andri var geggjaður eftir að hann kom inn á.“

Hannes með vítavörslu, gott að vita af honum aftast?

„Jú, klárlega. Hann er algjör leiðtogi bæði innan og utan vallar. Hann peppar okkur í gang inn í klefa og gríðarlega mikilvægur karakter í hópnum.“

Andri nafni þinn, hann er búinn að glíma við meiðsli. Virkilega góð innkoma hjá honum.

„Já, hann sprengdi leikinn upp fyrir okkur fannst mér. Hann kom inn á vel gíraður og geggjað að fá hann aftur eftir þessi meiðsli. Hann stóð sig alveg frábærlega.“

Það hefur aðeins verið talað um grasið, það leit ekkert sérstaklega út.

„Þetta var svolítið erfiður völlur en við höfum allir spilað á erfiðum velli einhvern tímann. Það á ekki að vera nein afsökun.“

Útivallarmörkin gilda ekki lengur í þessu. Staðan er 3-2, hvernig ertu að sjá þetta fyrir þér?

„Við munum mæta til þess að vinna og við sjáum að ef við spilum okkar leik þá getum við strítt þeim. Það er leiðinlegt með útivallarmörkin en svona er þetta bara og planið hjá okkur verður að halda hreinu og setja inn tvö mörk,“ sagði Andri að lokum.
Athugasemdir
banner
banner