Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. júlí 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Luiz Felipe til Betis (Staðfest) - Muriqi fyllir í skarð De Ketelaere
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Lazio er að missa tvo leikmenn með stuttu millibili. Miðvörðurinn Luiz Felipe er kominn til Real Betis á frjálsri sölu á meðan Vedat Muriqi fer til Club Brugge fyrir 11 milljónir evra.


Felipe er brasilískur miðvörður með fjóra leiki að baki fyrir U23 og U20 landslið Brasilíu og einn fyrir A-landslið Ítalíu.

Hann á 144 leiki að baki á fimm árum hjá Lazio en núna er hann búinn að skrifa undir fimm ára samning við Betis. 

Felipe er 25 ára gamall og mun spila með Betis í Evrópudeildinni. Þar mun hann berjast við Marc Bartra og German Pezzella um byrjunarliðssæti.

Betis endaði í fimmta sæti spænsku deildarinnar í vor og spilar því í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Fabrizio Romano greinir svo frá því að Muriqi sé á leið til Club Brugge þar sem hann á að fylla í skarð Charles De Ketelaere sem er eftirsóttur af Leeds United og AC Milan.

Muriqi er 28 ára og gerði frábæra hluti í tyrkneska boltanum áður en hann var keyptur til Lazio í september 2020. Hann átti erfitt uppdráttar á Ítalíu en spilaði mun betur þegar hann var lánaður til Mallorca í fallbaráttunni á Spáni.


Athugasemdir
banner
banner