Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. ágúst 2020 19:20
Aksentije Milisic
Svíþjóð: Bjarni Mark sneri aftur - Rosengaard skoraði níu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark Antonsson sneri aftur á völlinn eftir meiðsli en hann kom inn á sem varamaður á 81. mínútu þegar IK Brage tapaði 2-1 gegn Vaesteraas SK í sænsku Superettan deildinni.

Bjarni hefur verið frá vegna meiðsla síðan í maí mánuði.

Þetta var leikur í elleftu umferð en Brage er í fimmta sæti deildarinnar með 17 stig eftir ellefu leiki.

Í kvennaboltanum var íslendingaslagur þar sem Rosengaard heimsótti lið Uppsala. Skemmst er frá því að segja að Rosengaard rúllaði yfir Uppsala þar sem liðið skoraði níu mörk gegn einu.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengaard sem og Anna Rakel Pétursdóttir fyrir Uppsala.

Rosengaard er á toppi deildarinnar en Uppsala er í því sjötta.
Athugasemdir
banner
banner
banner