Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mið 07. ágúst 2024 02:31
Sölvi Haraldsson
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Björn Breiðfjörð.
Björn Breiðfjörð.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta var jafn leikur til að byrja með svo finnst mér við taka aðeins yfir. Svo skora þeir fyrsta markið og skora annað, eftir það tökum við aðeins yfir leikinn. Rauða spjaldið gjörbreytir öllu. Mér fannst við fínir en töpum 3-1 þú getur ekkert sagt að þú hafir verið fínn þegar þú tapar 3-1 og harðneitar að skora mörg. Árbær verða betri ef eitthvað þegar þeir lenda manni færri. Því miður.‘ sagði Björn Breiðfjörð eftir 3-1 tap hans manna í Vængjum Júpíters á FC Árbæ í 8-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins.


Lestu um leikinn: Vængir Júpiters 1 -  3 Árbær

Björn var ekki sáttur með hvernig hans menn spiluðu einum manni fleiri.

Við fáum kannski eitt hálf færi eftir að við erum manni fleiri. Mörk vinna leiki og við skoruðum ekki nóg í dag.

Björn segir að leikurinn í kvöld segir sögu Vængjanna í allt sumar.

Við erum í bullandi fallbaráttu og í þerri hörku núna. Mér finnst sumarið kórónast í þessum leik. Flottir með boltann og á milli teiganna en síðan í okkar teig og teig andstæðingsins er eitthvað andlegt sem gerist. Eða eitthvað hjá okkur í þjálfarateyminu því þessir strákar eru sturlaðir í fótbolta. Þetta Árbæjarlið er í 2. sæti í deildinni og við erum betri en þeir 11 á móti 11 finnst mér. En við erum að fara að halda okkur uppi í þessari 3. deild, það er 100 pé.

Vængirnir eiga markahæsta leikmann deildarinnar, Rafael Mána, sem hefur skorað 12 mörk í 14 leikjum. Hvaða leikmaður er þetta?

Hann er 2007 módel og frábær einstaklingur fyrst og fremst. Ótrúlega góður leikmaður og menn geta fylgst með honum í framtíðinni. 12 mörk í 14 leikjum og gæti verið kominn með fleiri ef ég er frekur. En þetta er alvöru karakter. Þessi gæi var í marki þar til hann var í 5. flokki. Fer út í 4. flokk og er lykilmaður í 3. deildinni fæddur árið 2007. Ég hef fulla trú á honum og allir hér í Vængjunum. Hann kemst eins langt og hann vill.‘ sagði Björn Breiðfjörð.

Viðtalið við Björn má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner