Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
banner
   mið 07. ágúst 2024 02:31
Sölvi Haraldsson
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Björn Breiðfjörð.
Björn Breiðfjörð.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta var jafn leikur til að byrja með svo finnst mér við taka aðeins yfir. Svo skora þeir fyrsta markið og skora annað, eftir það tökum við aðeins yfir leikinn. Rauða spjaldið gjörbreytir öllu. Mér fannst við fínir en töpum 3-1 þú getur ekkert sagt að þú hafir verið fínn þegar þú tapar 3-1 og harðneitar að skora mörg. Árbær verða betri ef eitthvað þegar þeir lenda manni færri. Því miður.‘ sagði Björn Breiðfjörð eftir 3-1 tap hans manna í Vængjum Júpíters á FC Árbæ í 8-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins.


Lestu um leikinn: Vængir Júpiters 1 -  3 Árbær

Björn var ekki sáttur með hvernig hans menn spiluðu einum manni fleiri.

Við fáum kannski eitt hálf færi eftir að við erum manni fleiri. Mörk vinna leiki og við skoruðum ekki nóg í dag.

Björn segir að leikurinn í kvöld segir sögu Vængjanna í allt sumar.

Við erum í bullandi fallbaráttu og í þerri hörku núna. Mér finnst sumarið kórónast í þessum leik. Flottir með boltann og á milli teiganna en síðan í okkar teig og teig andstæðingsins er eitthvað andlegt sem gerist. Eða eitthvað hjá okkur í þjálfarateyminu því þessir strákar eru sturlaðir í fótbolta. Þetta Árbæjarlið er í 2. sæti í deildinni og við erum betri en þeir 11 á móti 11 finnst mér. En við erum að fara að halda okkur uppi í þessari 3. deild, það er 100 pé.

Vængirnir eiga markahæsta leikmann deildarinnar, Rafael Mána, sem hefur skorað 12 mörk í 14 leikjum. Hvaða leikmaður er þetta?

Hann er 2007 módel og frábær einstaklingur fyrst og fremst. Ótrúlega góður leikmaður og menn geta fylgst með honum í framtíðinni. 12 mörk í 14 leikjum og gæti verið kominn með fleiri ef ég er frekur. En þetta er alvöru karakter. Þessi gæi var í marki þar til hann var í 5. flokki. Fer út í 4. flokk og er lykilmaður í 3. deildinni fæddur árið 2007. Ég hef fulla trú á honum og allir hér í Vængjunum. Hann kemst eins langt og hann vill.‘ sagði Björn Breiðfjörð.

Viðtalið við Björn má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner