Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 07. september 2020 15:09
Magnús Már Einarsson
Burnley vill 50 milljónir punda fyrir Tarkowski
Burnley hefur hafnað 27 milljóna punda tilboði frá West Ham í varnarmanninn James Tarkowski.

Burnley hefur skellt 50 milljóna punda verðmiða á Tarkowski.

Leicester sýndi Tarkowski áhuga í janúar en Burnley vill ekki selja leikmanninn.

Tarkowski spilaði hverja einustu mínútu með Burnley á síðasta tímabli en liðið hélt hreinu í 15 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner