Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 07. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Vísir 
FC Ísland spilaði á Akureyri til styrktar Minningarsjóðs Baldvins
Frá æfingu FC Íslands.
Frá æfingu FC Íslands.
Mynd: FC Ísland
FC Ísland eru nýir sjónvarpsþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Margir þekktir fyrrum fótboltamenn hafa sameinast í nýju kempuliði sem ber sama heiti og þátturinn.

Liðið hefur ferðast um landið í sumar og skorað á lið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi.

Bjarnólfur Lárusson er fyrirliði liðsins. Þjálfari er Tómas Ingi Tómasson og aðstoðarmaður hans er Friðgeir Bergsteinsson, athafnamaður og stuðningsmaður KR.

Á Akureyri spilaði FC Ísland við úrvalslið Akureyrar til styrktar Minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar. Baldvin ólst upp í Þór og lék með félaginu upp alla yngri flokka, ásamt því að þjálfa yngri flokka. Hann var 25 ára þegar hann lést í fyrra eftir harða baráttu við krabbamein.

Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar:
Reikningsnúmer: 0565-14-603603
Kennitala: 670619-0950

Hér að neðan má sjá innslagið úr þættinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner