Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. september 2022 18:25
Aksentije Milisic
Hazard var öflugur í gær - „Hefur enginn efast um hæfileika hans”
Mynd: EPA

Belginn Eden Hazard spilaði klukkutíma í gær þegar Real Madrid vann góðan sigur á Celtic í Skotlandi í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu.


Karim Benzema, framherji Madrídinga, þurfi að fara meiddur af velli eftir hálftíma leik og inn í hans stað kom Hazard.

Staðan var 0-0 þegar skiptingin átti sér stað og var Celtic búið að vera betri liðið í leiknum fyrsta hálftímann.

Real skipti um gír í síðari hálfleiknum og kláraði leikinn með þremur mörkum gegn engu. Hazard skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Luka Modric.

„Það hefur enginn efast um hæfileika hans. Líkamlega ástandið hans hefur verið vandamálið, öll meiðslin. Í dag (í gær) kom hann inn og gerði mjög vel, vonandi mun hann halda svona áfram,” sagði miðjumaðurinn Toni Kroos um frammistöðu liðsfélaga síns.

Real hefur farið frábærlega af stað á þessari leiktíð en heima fyrir er liðið með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir fjórar umferðir.

Athugasemdir
banner
banner
banner