mið 07. september 2022 23:00
Aksentije Milisic
Man Utd ætlar að bjóða Rashford nýjan samning
Mynd: EPA

Manchester United er reiðubúið til þess að fara í samningsviðræður við Marcus Rashford en þessu greina breskir miðlar frá í kvöld.


Rashford skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-1 sigri Man Utd á Arsenal um síðastliðna helgi og þá tryggði hann liðinu sigur á Liverpool í síðasta mánuði.

Rashford átti ekki gott tímabil á síðustu leiktíð en hann virðist vera komast í sitt gamla form á ný miðað við frammistöðu hans upp á síðkastið.

Þessi 24 ára gamli leikmaður á einungis eitt ár eftir af samningi sínum en United getur hins vegar bætt við öðru ári á þann samning.

Það er hins vegar sagt að Man Utd vilji fá hann til að skrifa undir nýjan fimm ára samning og kveða þannig í kút sögursagnirnar um að hann gæti verið á leið til PSG.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, hefur mikið álit á Rashford og segir hann vera mikilvægan hlekk í sitt lið.


Athugasemdir
banner
banner
banner