Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 07. september 2024 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Suárez lagði skóna á hilluna: Skilaboð frá Messi á risaskjá
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Luis Suárez spilaði sinn síðasta landsleik fyrir Úrúgvæ í gær en tókst ekki að skora í markalausu jafntefli í grannaslagnum gegn Paragvæ í undankeppni fyrir HM.

Að leikslokum kvaddi Suárez landsliðið í faðmi fjölskyldu sinnar við mikið táraflóð.

Löng kveðja frá Lionel Messi birtist á risaskjánum á heimavelli Úrúgvæ, við mikla hrifningu stuðningsfólks Úrúgvæ sem var samankomið á vellinum.

Suárez er samherji Messi hjá Inter Miami en þeir vinirnir léku einnig saman fyrir goðsagnakennt Barcelona lið sem vann urmul titla.

Suárez er ein helsta goðsögn í landsliðssögu Úrúgvæ, en hann er 37 ára gamall og skoraði 69 mörk í 143 landsleikjum.

Leo Messi sends a heartfelt message to Luis Suarez, who played his final game for Uruguay yesterday
byu/oklolzzzzs insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner