Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   lau 07. september 2024 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
Vitor Roque um Barca: Hélt þetta yrði öðruvísi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíska ungstirnið Vitor Roque leikur á láni hjá Real Betis þetta tímabilið eftir mislukkaða byrjun hjá Barcelona.

Roque gekk til liðs við Barcelona í janúar eftir að spænska félagið keypti hann frá Athletico Paranaense. Barca greiddi um 30 milljónir evra til að klófesta táninginn og gæti endað á að borga 30 milljónir til viðbótar í árangurstengdar greiðslur.

Roque er aðeins 19 ára gamall en hafði spilað sinn fyrsta A-landsleik fyrir Brasilíu þegar Barcelona ákvað að festa kaup á honum.

Roque kom við sögu í 16 leikjum með Barca á fyrri hluta árs og skoraði tvö mörk, en hann fékk aðeins um 360 mínútur á vellinum.

„Þetta var erfið byrjun fyrir mig hjá Barca. Ég fékk einhver tækifæri en ekki eins og ég hafði búist við. Ég fékk lítinn tíma til að hafa áhrif á leiki og ég hélt að þetta yrði öðruvísi hérna," sagði Roque.

„Ég hélt að leikstíllinn yrði öðruvísi og ég hélt að mannleg samskipti væru öðruvísi, en núna er þetta búið. Ég er einbeittur að því að gera vel með Betis og ég þakka Guði fyrir að gefa mér tækifæri til að spila aftur fyrir brasilíska landsliðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner