Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. október 2020 11:50
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Geir Þorsteins segir ÍA nú skulda lítið sem ekkert
Geir Þorsteinsson (til vinstri).
Geir Þorsteinsson (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÍA, segir í samtali við Fréttablaðið að vel hafi tekist til við að taka til í reksti knattspyrnudeildar félagsins.

Í mars á þessu ári var Geir ráðinn framkvæmdastjóri á Skaganum en mánuði áður hafði formaður knattspyrnudeildarinnar ritað pistil um mikið tap og þungan róður í rekstrinum.

„Þetta ár hefur verið mjög þungt í rekstri okkar, eins og annarra íslenskra félaga vegna kórónaveirunnar og því er kærkomið að geta selt leikmenn og fengið tekjur með þeim hætti," segir Geir við Fréttablaðið.

Skagamenn hafa verið að selja leikmenn erlendis og vel gengið hjá Geir og félaginu að taka til í rekstrinum.

„Staðan hvað fjárhaginn varðar er góð hjá knattspyrnudeild ÍA, en við þurftum að taka aðeins til í rekstrinum þegar ég tók við. Deildin skuldar lítið sem ekkert og við eigum öfluga bakhjarla á Akranesi sem sjá til þess að félagið stendur vel," segir Geir um stöðu mála ÍA.

Þrír leikmenn ÍA hafa farið erlendis á þessu ári; Bjarki Steinn Bjarkason fór til Venezia á Ítalíu, Tryggvi Hrafn Haraldsson til Lilleström í Noregi og Stefán Teitur Þórðarson var seldur til Silkeborg í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner