Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 07. október 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lage hefur mikla trú á Wolves - „Mun alltaf styðja ykkur"
Mynd: Getty Images

Bruno Lage, fyrrum stjóri Wolves hefur gefið frá sér yfirlýsingu eftir að hann var látinn taka pokann sinn á dögunum.


Hann þakkar stuðninginn og bendir á að liðið tapaði aldrei með hreinræktaðan framherja í byrjunarliðinu. Það hafa hins vegar verið mikil meiðsli á framherjunum.

„Ég hef trú á því að í næstu sjö leikjum, fram að HM pásunni verður liðið um miðja deild og í janúar verður liðið að stefna á 7. sæti," skrifar Lage.

„Ég mun alltaf styðja ykkur," skrifar hann að lokum.

Wolves hefur ekki ráðið stjóra í hans stað en Julen Lopetegui fyrrum stjóri Sevilla, Real Madrid og spænska landsliðsins er talinn vera efstur á óskalistanum hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner