Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 07. október 2023 17:19
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Enginn í stjórnarfélagi sem á að skipta sér að því hvaða leikmenn eru nógu góðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari KR hefur þjálfað sinn síðasta leik fyrir félagið í bili. KR tapaði 3-1 fyrir FH í dag en hann segir að það hafi verið fúlt að enda þetta á tapi.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 KR

„Það eru blendnar tilfinningar, í fyrsta lagi að hætta með KR og síðan að tapa leiknum. Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn. Við áttum að vera komnir í 3-0 allavega þegar að þeir fá sitt fyrsta færi. Þannig maður er svona súr að tapa en við nýtum bara færin okkar ekki nægilega vel í dag og komumst aftur inn í leikinn, jöfnum 1-1 í upphafi síðari hálfleiks og erum með leikinn í okkar hendi þegar við gefum þeim vítaspyrnu. Þá svona náum við ekki alveg að fylgja því eftir, góðri byrjun á seinni hálfleik. Eftir að þeir komast í 2-1 fannst mér við ekki búa til nægilega mikið af færum."

Næstu skref frá Rúnari eru óljós en hann segist vera tilbúinn að taka næsta skref, hvað það nú verður.

„Maður þarf aðeins bara að ´reflecta´ á það sem maður er búinn að gera undanfarin ár hjá KR. Bara að skoða stöðuna, sjá hvað ég vil taka mér fyrir hendur og hvort að maður haldi áfram í þjálfun eða geri eitthvað allt annað. Maður þarf svona aðeins að leggjast yfir þessa hluti næstu vikurnar og skoða sín mál. Hvort það komi einhver tilboð, hvort einhver hringi í mig eða hvort ég muni bara sleppa því að svara símanum og geri eitthvað allt annað."

Þegar litið er til baka þá er margt sem Rúnar getur verið stoltur af á sínum tíma hjá KR þó svo að hann segi sjálfur að það er margt sem hann hefði viljað að færi betur.

„Heilt yfir ef ég fer aftur alveg til ársins 2010 þegar ég tek við þá er það alveg mjög gott. Síðustu 6 árin hafa kannski verið svolítið mögur en eins og ég sagði við ykkur í viðtölum í síðustu viku þá er einn titill á síðustu sex árum ekki það sem KR vill, því að saga félagsins er það rík og góð. En þú vinnur ekki deildina nema að vera með góða leikmenn og vera með stóran og góðan leikmannahóp, og við höfum ekki verið með það síðustu ár. Eftir covid árið þegar við förum í undanúrslit í bikar, ég man nú ekki hvar við vorum í deildinni, Valsmenn voru að rúlla henni upp og við vorum ekki í séns þar. Eftir það er þetta búið að vera erfitt, menn að hagræða rekstrinum og laga einhverja hluti og ég skil það, maður verður að eiga fyrir hlutunum. Við þurfum að hafa reksturinn góðan og það er það sem við erum búnir að vera vinna í. Þá fær maður kannski ekki þann gæða leikmann sem maður hefði viljað fá, og maður hefur ekki fengið að endursemja við leikmenn sem maður hefði viljað semja við, af því að einhverjum mönnum finnst þeir kannski of dýrir. Eins og ég segi alltaf að þá á að leyfa þjálfaranum að dæma um það. Það eru fáir aðrir í stjórnarfélagi eða bara enginn í stjórnarfélagi sem á að skipta sér að því, ef að þjálfarinn vill fá leikmenn að segja mér eða öðrum þjálfurum að þessi eða hinn sé ekki nægilega góður. Ég held það sé alltaf best að þjálfarinn fái það vald, og maður skilur það ef að leikmenn eru of dýrir, þá er ekki hægt að fá alla. Við höfum ekki getað sótt leikmenn í efstu hillurnar, við höfum þurft að leita svolítið neðar."



Athugasemdir
banner