Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mán 07. október 2024 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mazraoui dregur sig úr landsliðshópi Marokkó
Mynd: Man Utd

Noussair Mazraoui, leikmaður Man Utd, mun ekki spilað með landsliði Marokkó í tveimur leikjum gegn Mið-Afríkulýðveldinu í undankeppni Afríkumótsins.


Mazraoui þurfti að fara af velli í hálfleik þegar Man Utd gerði markalaust jafntefli gegn Aston Villa um helgina.

Það eru mikil meiðslavandræði í leikmannahópi Man Utd en Harry Maguire meiddist einnig gegn Aston Villa. Þá þurftu Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo að draga sig úr landsliðshópum Argentínu og Englands vegna meiðsla.

Fyrsti leikur Man Utd eftir landsleikjahléið er heimaleikur gegn Brentford 19. október.


Athugasemdir
banner
banner
banner