Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   fim 07. nóvember 2024 17:13
Kári Snorrason
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Karl fagnar með ,,Cold Palmer
Karl fagnar með ,,Cold Palmer" fagninu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sinn annan leik í Sambandsdeildinni fyrr í dag er liðið sigraði Borac Banja Luka frá Bosníu á Kópavogsvelli. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víkingum. Karl Friðleifur lagði upp fyrra mark Víkinga og skoraði seinna, Karl mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Það er mjög sætt að vinna í Evrópu, þetta er öðruvísi skepna. Ég er gríðarlega sáttur."

Víkingar svöruðu fyrir tapið gegn Breiðablik í úrslitaleik Bestu-deildarinnar.

„Það var gríðarlega sárt, við ætluðum að sýna okkur og sanna að við gætum þetta, sem og við gerðum."

Víkingar eru komnir með sex stig í Sambandsdeildinni.

„Ég met möguleikana gríðarlega mikla. Ég á eftir að sjá stöðuna í töflunni. Við hlökkum til að fara til Armeníu. Við ætluðum ekki að vera með í þessari keppni við ætlum okkur að komast í umspilið og spila áfram í febrúar á næsta ári."

Bjuggust Víkingar við að hafa verið með sex stig eftir þrjá leiki?

„Já og nei. Þegar við skoðuðum þessi lið vissum við að við gætum strítt þeim. En sex stig eftir þrjár umferðir, ég veit það ekki. "

Karl skoraði gott mark og fagnaði með „Cold Palmer" fagninu.

„Þetta var langt innkast og ég held að Ingvar hafi sagt mér að fara á fjær. Ég heyrði eitthvað í Ingvari kalla hlauptu inn í teig og ég hlýddi honum og skoraði. Mér finnst fagnið skemmtilegt. Palmerinn er flottur, ég horfi mikið á hann."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner