Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
   fim 07. nóvember 2024 17:13
Kári Snorrason
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Karl fagnar með ,,Cold Palmer
Karl fagnar með ,,Cold Palmer" fagninu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sinn annan leik í Sambandsdeildinni fyrr í dag er liðið sigraði Borac Banja Luka frá Bosníu á Kópavogsvelli. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víkingum. Karl Friðleifur lagði upp fyrra mark Víkinga og skoraði seinna, Karl mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Það er mjög sætt að vinna í Evrópu, þetta er öðruvísi skepna. Ég er gríðarlega sáttur."

Víkingar svöruðu fyrir tapið gegn Breiðablik í úrslitaleik Bestu-deildarinnar.

„Það var gríðarlega sárt, við ætluðum að sýna okkur og sanna að við gætum þetta, sem og við gerðum."

Víkingar eru komnir með sex stig í Sambandsdeildinni.

„Ég met möguleikana gríðarlega mikla. Ég á eftir að sjá stöðuna í töflunni. Við hlökkum til að fara til Armeníu. Við ætluðum ekki að vera með í þessari keppni við ætlum okkur að komast í umspilið og spila áfram í febrúar á næsta ári."

Bjuggust Víkingar við að hafa verið með sex stig eftir þrjá leiki?

„Já og nei. Þegar við skoðuðum þessi lið vissum við að við gætum strítt þeim. En sex stig eftir þrjár umferðir, ég veit það ekki. "

Karl skoraði gott mark og fagnaði með „Cold Palmer" fagninu.

„Þetta var langt innkast og ég held að Ingvar hafi sagt mér að fara á fjær. Ég heyrði eitthvað í Ingvari kalla hlauptu inn í teig og ég hlýddi honum og skoraði. Mér finnst fagnið skemmtilegt. Palmerinn er flottur, ég horfi mikið á hann."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner