Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 07. nóvember 2024 17:13
Kári Snorrason
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Karl fagnar með ,,Cold Palmer
Karl fagnar með ,,Cold Palmer" fagninu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sinn annan leik í Sambandsdeildinni fyrr í dag er liðið sigraði Borac Banja Luka frá Bosníu á Kópavogsvelli. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víkingum. Karl Friðleifur lagði upp fyrra mark Víkinga og skoraði seinna, Karl mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Það er mjög sætt að vinna í Evrópu, þetta er öðruvísi skepna. Ég er gríðarlega sáttur."

Víkingar svöruðu fyrir tapið gegn Breiðablik í úrslitaleik Bestu-deildarinnar.

„Það var gríðarlega sárt, við ætluðum að sýna okkur og sanna að við gætum þetta, sem og við gerðum."

Víkingar eru komnir með sex stig í Sambandsdeildinni.

„Ég met möguleikana gríðarlega mikla. Ég á eftir að sjá stöðuna í töflunni. Við hlökkum til að fara til Armeníu. Við ætluðum ekki að vera með í þessari keppni við ætlum okkur að komast í umspilið og spila áfram í febrúar á næsta ári."

Bjuggust Víkingar við að hafa verið með sex stig eftir þrjá leiki?

„Já og nei. Þegar við skoðuðum þessi lið vissum við að við gætum strítt þeim. En sex stig eftir þrjár umferðir, ég veit það ekki. "

Karl skoraði gott mark og fagnaði með „Cold Palmer" fagninu.

„Þetta var langt innkast og ég held að Ingvar hafi sagt mér að fara á fjær. Ég heyrði eitthvað í Ingvari kalla hlauptu inn í teig og ég hlýddi honum og skoraði. Mér finnst fagnið skemmtilegt. Palmerinn er flottur, ég horfi mikið á hann."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner