Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 07. nóvember 2024 17:13
Kári Snorrason
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Karl fagnar með ,,Cold Palmer
Karl fagnar með ,,Cold Palmer" fagninu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sinn annan leik í Sambandsdeildinni fyrr í dag er liðið sigraði Borac Banja Luka frá Bosníu á Kópavogsvelli. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víkingum. Karl Friðleifur lagði upp fyrra mark Víkinga og skoraði seinna, Karl mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Það er mjög sætt að vinna í Evrópu, þetta er öðruvísi skepna. Ég er gríðarlega sáttur."

Víkingar svöruðu fyrir tapið gegn Breiðablik í úrslitaleik Bestu-deildarinnar.

„Það var gríðarlega sárt, við ætluðum að sýna okkur og sanna að við gætum þetta, sem og við gerðum."

Víkingar eru komnir með sex stig í Sambandsdeildinni.

„Ég met möguleikana gríðarlega mikla. Ég á eftir að sjá stöðuna í töflunni. Við hlökkum til að fara til Armeníu. Við ætluðum ekki að vera með í þessari keppni við ætlum okkur að komast í umspilið og spila áfram í febrúar á næsta ári."

Bjuggust Víkingar við að hafa verið með sex stig eftir þrjá leiki?

„Já og nei. Þegar við skoðuðum þessi lið vissum við að við gætum strítt þeim. En sex stig eftir þrjár umferðir, ég veit það ekki. "

Karl skoraði gott mark og fagnaði með „Cold Palmer" fagninu.

„Þetta var langt innkast og ég held að Ingvar hafi sagt mér að fara á fjær. Ég heyrði eitthvað í Ingvari kalla hlauptu inn í teig og ég hlýddi honum og skoraði. Mér finnst fagnið skemmtilegt. Palmerinn er flottur, ég horfi mikið á hann."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner