Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   fim 07. nóvember 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres
Powerade
Viktor Gyökeres er mikið í umræðunni.
Viktor Gyökeres er mikið í umræðunni.
Mynd: Getty Images
Man Utd er sagt hafa áhuga á Sane.
Man Utd er sagt hafa áhuga á Sane.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Samningnum rift?
Samningnum rift?
Mynd: Getty Images
Viktor Gyökeres verður ekki eins dýr og margir halda, leikmenn Bayern orðaðir við Manchester United og samningi Neymar gæti verið rift. Þetta og mikið fleira í slúðurpakkanum.

Manchester United og Chelsea munu leiða kapphlaupið um Viktor Gyökeres, framherja Sporting Lissabon og sænska landsliðsin, næsta sumar. (Star)

Real Madrid, Bayern München og Arsenal eru einnig sögð sýna Gyökeres áhuga. (Mirror)

Gyökeres verður fáanlegur fyrir um 63 milljónir punda næsta sumar - 20 milljónum punda minna en riftunarákvæði hans er. (Telegraph)

United fylgist með Leon Goretzka (29), miðjumanni Bayern München. (Florian Plettenberg)

United hefur áhuga á Leroy Sane (28), þýska kantmanninum hjá Bayern München en samningur hans rennur út næsta sumar. Sane er einnig á blaði Arsenal. (Christian Falk)

Real Madrid ætlar í janúar að fá enska hægri bakvörðinn Trent Alexander-Arnold (26) frá Liverpool. Hann verður samningslaus í lok tímabilsins (Marca)

Liverpool er tilbúið að hafna öllum tilboðum í aðalliðsmenn sína í janúar. (Football Insider)

Al-Hilal íhugar að rifta samningi við brasilíska framherjann Neymar (32) í janúar og skipta honum út fyrir Cristiano Ronaldo (39) frá keppinautunum í Al-Nassr. (Sport)

Arsenal, Liverpool og Tottenham hafa áhuga á Hugo Larsson (20), sænskum miðjumanni Eintracht Frankfurt. (Caught Offside)

Crystal Palace ætlar að gera 20 milljóna punda tilboð í janúar í Chris Rigg (17), gríðarlega efnilegan miðjumann Sunderland. (Sun)

Everton hefur lýst yfir áhuga á að fá Tariq Lamptey (24), ganverskan hægri bakvörð Brighton, á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út í lok tímabilsins. (Africa Foot)

Fjárfestahópur undir forystu bandaríska kaupsýslumannsins Steve Rosen er nálægt því að ganga frá 105 milljóna punda yfirtöku á Sheffield United. (Telegraph)

Tottenham er að íhuga að fá Callum Hudson-Odoi (23) frá Nottingham Forest. (Football Insider)

AC Milan, Inter og Napoli hafa áhuga á Jakub Kiwior (24) varnarmanni Arsenal. Enska félagið mun aðeins íhuga að láta hann fara varanlega gegn greiðslu, ekki í lánsskiptum. (Tutto Mercarto)

Brentford er meðal aðdáenda Anastasios Douvikas (25), grísks sóknarmanns Celta Vigo. (Mundo Deportivo)

West Ham mun endurskoða stöðu stjórans Julen Lopetegui ef Hamrarnir, sem eru í erfiðleikum, tapa á heimavelli fyrir Everton á laugardaginn. (Guardian)
Athugasemdir
banner