Henri Lansbury, fyrrum liðsfélagi Jack Grealish í Aston Villa, segir að enski landsliðsmaðurinn muni fyrr eða síðar snúa aftur til uppeldisfélagsins.
Manchester City keypti Grealish frá Villa fyrir 100 milljónir punda árið 2021.
Hann hafði verið aðalmaður Villa árin á undan og hjálpað liðinu að koma sér fyrir í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa tekið þrjú tímabil í B-deildinni.
Grealish er ekki lengur aðalmaðurinn, eitthvað sem hann saknar ótrúlega, en Lansbury, sem lék með Grealish frá 2017 til 2021, telur að hann muni snúa aftur til Villa.
„Hann vill gera ótrúlega hluti en hann er að spila allt öðruvísi leikstíl undir Pep Guardiola. Maður sér hann gera smá af hinu og þessu, en fær samt mörk og stoðsendingar. Ég er nokkuð viss um að hann vilji gera meira sjálfur.“
„Ég held að hann vilji snúa aftur til Aston Villa, en það verður þegar tíminn er réttur fyrir hann. Hann átti sitt besta augnablik í Villa-treyjunni þegar hann gerði markið í leiknum gegn Birmingham, þegar hann var kýldur. Ég spilaði ekki þann leik, annað hvort var ég utan hóps eða á bekknum. Jack hatar Birmingham og það var bara svo geggjað að sjá heimastrákinn skora í grannaslag, eftir allt sem gerðist í leiknum,“ sagði Lansbury við Birmingham Live.
Athugasemdir