Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 17:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úkraína: Árni Vill með tvö mörk og stoðsendingu
Mynd: Kolos Kovalivka
Árni Vilhjálmsson átti stórleik fyrir Kolos Kovalivka gegn Dnipro-1 í úkraínsku úrvalsdeildinni í dag.

Árni gekk í raðir Kolos Kovalivka í lok nóvember og var það sögulegt í ljósi þess að hann er fyrsti erlendi leikmaðurinn í sögu félagsins. Félagið var stofnað 2012.

Félagið er nýliði í efstu deild í Úkraínu, en liðið er núna í sjötta sæti með 20 stig eftir 17 leiki - eftir sigurinn á Dnipro-1 í dag.

Árni skoraði í fyrsta leiknum með Kolos þann 24. nóvember, en í dag skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt. Stórleikur hjá honum.

Íslendingavaktin hefur birt myndband af mörkunum og stoðsendingu Árna í dag. Myndbandið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner