Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
   fim 07. desember 2023 16:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nefbrotnaði þegar hann skoraði gegn Crusaders í Evrópuleik.
Nefbrotnaði þegar hann skoraði gegn Crusaders í Evrópuleik.
Mynd: Rosenborg
Ísak í landsliðsverkefni eftir tímabilið 2022.
Ísak í landsliðsverkefni eftir tímabilið 2022.
Mynd: KSÍ
Skoraði nítján mörk með Breiðabliki 2022.
Skoraði nítján mörk með Breiðabliki 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var valinn besti leikmaður Bestu deildarinnar 2022.
Var valinn besti leikmaður Bestu deildarinnar 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2027.
Skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2027.
Mynd: Rosenborg
Ísak Snær Þorvaldsson samdi við Rosenborg síðasta haust. Hann var keyptur hjá Breiðabliki og var um liðna helgi að ljúka sínu fyrsta tímabili hjá norska stórveldinu. Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Þetta var svolítið mikið upp og niður, ekki eins og við vildum spila tímabilið. Við vorum að komast í gang seinni hluta tímabilsins, en þetta var alls ekki nógu gott," sagði Ísak.

Rosenborg byrjaði tímabilið illa, einungis einn leikur vannst af fyrstu sjö og var liðið mikið gagnrýnt. Ísak fékk sjálfur einnig gagnrýni.

„Maður horfir ekkert mikið á þessa gagnrýni, maður sér þetta og þarf að reyna vinna í sér. Maður reynir að horfa framhjá þessu en stundum er það erfitt. Svo lengi sem maður er að spila leikina og er að bæta sig þá er maður á réttri leið."

„Maður er fenginn til liðsins til að hjálpa til við að reyna vinna deildina, svo er það ekki að ganga vel. Maður reynir að einbeita sér að því að vinna sæti í liðinu og koma því aftur á rétta braut. Þetta var að koma seinni hluta tímabilsins, en var alltof mikið upp og niður."

„Maður finnur klárlega fyrir því þegar það gengur ekki nógu vel. Maður finnur móralinn og finnur að menn trúa ekki jafnmikið á að sigur vinnist. Byrjunin var alveg skelfileg ef maður á að segja eins og er."


Alltaf að elta
Varstu ósáttur hvernig þú mættir til leiks inn í tímabilið?

„Ég var alls ekki sáttur. Ég kem inn í undirbúningstímabilið, meiðist og er allt tímabilið að elta hina strákana til að komast í sama form og þeir. Síðan meiðist ég aftur, endurtekið efni, þetta var svolítið erfitt líkamlega og andlega líka. Ég er alls ekki sáttur með hvernig ég spilaði þetta tímabil."

Verstu höfuðmeiðslin á ferlinum
Ísak byrjaði fimm af fyrstu sex leikjunum í deildinni en meiddist svo í sjöunda leiknum. Þá fékk hann slæmt höfuðhögg sem hélt honum frá í um þrjá mánuði. Hann hafði fyrr á ferlinum misst af leikjum vegna höfuðmeiðsla.

„Þessi höfuðmeiðsli voru mjög erfið, mögulega verstu höfuðmeiðsl sem ég hef lent í til þessa. Ég var alltaf að elta alla til að komast í sama stand og þeir, og þegar ég var að koma til baka voru alltaf einhverjir litlir hlutir að angra mann; nári og ilin - alltaf eitthvað vesen."

Er ferlinum að ljúka?
Höfuðmeiðslin voru erfið og var Ísak hluta tímans hér á Íslandi. Sú hugsun að hann myndi mögulega ekki spila fótbolta aftur kom upp hjá honum og hann seldi m.a. bílinn sinn í Noregi þar sem hann var ekki viss hvort hann myndi búa þar áfram.
   20.06.2023 12:58
Ísak Snær: Þá fæ ég svima og verð mjög þreyttur

Ísak segir að hann hafi verið stressaður að fara í návígi í fyrstu leikjunum. Hann var þó strax tilbúinn að fórna nefinu í fyrsta leik eftir meiðslin.

„Í fyrsta leiknum sem ég kem til baka þá brýt ég á mér nefið," sagði Ísak og brosti. „Þegar ég var nýbúinn að lenda í höfuðmeiðslunum þá var ég mikið að hugsa hvort ég væri að fara spila fótbolta aftur. Þetta var svolítið komið út í það hjá mér, versta höfuðhögg sem ég hef fengið og ég gat mjög lítið gert. Þegar ég kom til baka var ég að reyna passa mig, en þegar maður er inn á vellinum þá gleymir maður því."

Nefbrotnaði í fyrsta leik eftir höfuðmeiðslin
Endurkoman hófst í Evrópuleik gegn Crusaders þar sem Ísak kom Rosenborg yfir í framlengingu. Hann fékk mikið lof fyrir markið.
   04.08.2023 08:30
Ísak eftir samstuðið: Ég er með brotið nef og skurð en það var þess virði

„Ég kem og skora í fyrsta leik. Aðdáendurnir voru ánægðir með hvernig maður var að fórna nefinu fyrir mark. Þegar gengur vel þá eru allir mjög ánægðir, en þegar gengur ekki vel þá fær maður að heyra það. Þetta er mikið 'love-hate' samband milli aðdáenda og fótboltamanna - það er enginn millivegur. Á tímabili voru þeir mjög ánægðir með mig."

„Allt snýst um fótbolta í Þrándheimi. Þetta getur verið erfitt ef það gengur ekki vel, en síðan getur þetta verið mjög ljúft þegar það gengur."


Skoraði minna en hann hefði viljað
Ertu sáttur við fyrsta tímabilið hjá Rosenborg?

„Sáttur og ekki sáttur. Maður vill skora fleiri mörk og svona, en þegar maður horfir á spilaða leiki þá er hlutfallið ekki það slæmt. Ég var að koma úr tímabili þar sem ég skoraði nítján mörk, að fara (niður) í sjö mörk er ekki gott sem framherji finnst manni, en yfir höfuð er þetta kannski allt í lagi."

Ísak spilaði tólf leikjum færra hjá Rosenborg en hann hafði gert sumarið á undan hjá Breiðabliki. Hann spilaði sem fremsti maður hjá Rosenborg eftir að hafa spilað á miðjunni hjá ÍA og svo mest úti vinstra megin í þriggja manna framlínu tímabilið 2022.

„Mér finnst skemmtilegt að spila sem framherji, það er öðruvísi (en á miðjunni). Ég spilaði frammi hjá Norwich og get spilað margar stöður. Ef maður er að spila þá er maður sáttur."

Ekki endað neðar síðan á áttunda áratugnum
Niðurstaðan varð 9. sætið í deildinni hjá Rosenborg. Er mikil reiði með tímabilið í Þrándheimi?

„Ég myndi segja að það væri ósætti og vonbrigði. Ég heyrði það eftir síðasta leik að þetta væri versta gengi síðan á áttunda áratugnum. Það er ekki gott að heyra það þegar maður er nýkominn í félagið."

„Það getur verið einhver reiði, en stuðningsmenn standa alltaf við bakið á manni. Þeir mæta stundum á æfingar þegar gengur illa til að styðja menn."


Aðalatriðið að halda sér heilum
Ísak skoraði tvö mörk í lokaumferðinn og endaði með fjögur mörk skoruð í síðustu fjórum leikjunum sínum. Er hann spenntur fyrir næsta tímabili?

„Já, ég er mjög spenntur fyrir því. Það er aðalatriðið að halda sér heilum, ná öllum leikjunum á undirbúningstímabilinu og vera í toppstandi. Maður þarf að undirbúa sig vel."
Athugasemdir
banner
banner