Tottenham tapaði gegn West Ham í úrvalsdeildinni í kvöld eftir að Cristian Romero kom liðinu yfir snemma leiks.
Jarrod Bowen jafnaði metin snemma í síðari hálfleik eftir að skot Mohammed Kudus fór af tveimur varnarmönnum Tottenham og boltinn barst til Bowen sem skoraði af miklu öryggi.
James Ward-Prowse tryggði liðinu síðan sigur eftir að hafa unnið boltann eftir slæma sendingu frá Destiny Udogie á Guglielmo Vicario markvörð Tottenham.
Tottenham hefur nú ekki unnið í fimm síðustu leikjum. Liðið hefur glutrað niður forystu oftar en öll önnur lið í deildinni og tapað þar með 16 stigum.
Tottenham have lost 16 points from winning positions in the Premier League this season.
— Match of the Day (@BBCMOTD) December 7, 2023
That's more than any other team???? #BBCFootball #TOTWHU pic.twitter.com/hv1UnxSuoq