Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   lau 07. desember 2024 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Íhugaði að hætta eftir erfiða byrjun hjá Barcelona
Mynd: EPA

Vitor Roque íhugaði að leggja skóna á hilluna eftir að hafa gengið til liðs við Barcelona í fyrra.


Roque er aðeins 19 ára gamall en brasilíski framherjinn gekk til liðs við Barcelona frá Athletico Paranaense. Hann átti mjög erfitt uppdráttar og skoraði aðeins tvö mörk í 14 leikjum í spænsku deildinni.

„Ég vildi fara á sveitabæ í Brasilíu og slaka á, án þess að einhver hefði áhyggjur af mér því þetta var erfitt, mikil pressa. Það var ekkert annað í stöðunni en að halda áfram, hafa andlegan styrk, halda áfram að leggja hart að sér og hlutirnir gengu upp. Ég er hægt og rólega að fá hamingjuna og sjálfstraustið aftur," sagði Roque.

Hann var lánaður til Real Betis í sumar en hann hefur skorað tvö mörk í 14 leikjum fyrir liðið í spænsku deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner