Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 08. janúar 2020 19:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðbjörg: Erfiðara en nokkur meiðsli
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðbjörg ásamt Ingibjörgu Sigurðardóttur.
Guðbjörg ásamt Ingibjörgu Sigurðardóttur.
Mynd: Ingibjörg Sigurðardóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, ræðir um erfiðleika sem hún hefur gengið í gegnum í pistli sem UEFA Women's Football birti á Twitter-reikning sínum í dag.

Guðbjörg, sem á von á tvíburum síðar í mánuðinum, opnar sig í pistlinum um erfiðleikana sem hún hefur gengið í gegnum á meðan hún hefur reynt að verða foreldri.

„Ég er Íslendingur og ég hef verið markvörður síðan ég var krakki. Ég er ófrísk af tviburum sem tók mig og kærustu mína þrjú ár með tæknifróvgun. Það mjög var erfitt, bæði andlega og líkamlega, að fara í gegum þessa meðferð," segir Guðbjörg.

„Ég hef falið fleiri en eina mis­heppnaða til­raun­ til að verða ófrísk á meðan ég hef spilað fót­bolta á hæsta stigi. Það var erfiðara en nokk­ur meiðsli, en í hvert skipti reyndi ég bara að ein­beita mér að næsta leik."

„Fót­bolti hef­ur gefið mér styrk og verið risa­stór hluti af lífi mínu síðan ég var lít­il stelpa. Aðalástæðan fyrir því að spila fótbolta myndi ég segja vera spennuna og adrenalínið við að vinna með vin­um sem maður æfir með á hverj­um degi. Ég hef kynnst bestu vin­um mín­um í gegn­um fót­bolt­ann og ég kann meira að meta það eft­ir því sem ég verð eldri."

„Að vera sterk­ur snýst um and­leg­an styrk. Sem markmaður er and­leg­ur styrk­ur allt sam­an. Þegar ég geri slæm mis­tök, skipta viðbrögðin öllu máli. All­ir mark­menn gera mis­tök og það mik­il­væg­asta er að láta þau ekki á sig fá,“
segir markvörðurinn og vonar hún að saga hennar verði innblástur fyrir aðrar konur í hennar stöðu.

„Ég vona að þessi saga mín um að verða foreldri geri það að verkum að það verði auðveldara að ræða um þetta í framtíðinni," skrifar Guðbjörg að lokum.


Athugasemdir
banner