Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 08. janúar 2021 12:32
Elvar Geir Magnússon
Átti að spila sinn fyrsta leik fyrir Man Utd á morgun en greindist með Covid
Mynd: Getty Images
Hinn nítján ára Facundo Pellestri átti að spila sinn fyrsta leik fyrir aðallið Manchester United annað kvöld, þegar liðið leikur gegn Watford í FA-bikarnum.

Táningurinn hefur spilað fyrir varalið United á þessu tímabili, U23 liðið. Hann hefur spilað sex leiki, skorað tvö mörk og átt eina stoðsendingu.

Ole Gunnar Solskjær ætlaði að gefa Pellestri mínútur í leiknum á morgun og hefur hann verið að æfa með aðalliðinu að undanförnu.

En nú er ljóst að hann spilar ekki á morgun því hann hefur greinst með kórónaveiruna og er kominn í einangrun.

Þessi ungi vængmaður er frá Úrúgvæ og var keyptur frá Peñarol í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner