Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   sun 08. janúar 2023 18:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Chelsea syngja nafn Tuchel
Mynd: EPA
Útlitið er ansi svart fyrir Chelsea í enska bikarnum en liðið er þremur mörkum undir gegn Man City á Etihad þegar skammt er til leiksloka.

Það hefur ekkert gengið hjá lærisveinum Graham Potter en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum í deildinni. Þá féll liðið úr leik í enska deildarbikarnum eftir tap einmitt gegn City.

Potter tók við liðinu í september á síðasta ári en Todd Bohely eigandi félagsins sagði þá að félagið myndi gefa Potter tíma til að byggja upp og árangur væri ekki aðalatriðið strax.

Stuðningsmenn Chelsea virðast vera orðnir þreyttir á ástæðunni en það heyrðist í þeim kyrja nafn Thomas Tuchel á leiknum í kvöld en hann tók við liðinu árið 2021 en var látinn taka pokann sinn og Potter tók við.


Athugasemdir
banner