Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
banner
   lau 08. febrúar 2025 20:25
Sölvi Haraldsson
Frakkland: VAR tók mark af Hákoni í tapi gegn botnliðinu
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan leikinn fyrir Lille í kvöld í 2-1 tapi gegn Le Havre á heimavelli.

Fyrir leik var Le Havre á neðsta lið deildarinnar en náðu með sigrinum að spyrna sér frá botninum.

Le Havre leiddi 1-0 í hálfleik og tvöfölduðu forystuna sína snemma seinni hálfleiks. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum skoraði Hákon Arnar mark sem VAR tók af honum. Samherji hans, Chuba Akpom, hafði brotið af sér.

Akpom minnkaði muninn á 97. mínútu sem var of seint og lokatölur 2-1 fyrir Le Havre. Með sigri hefði Lille getað farið upp í 3. sætið en eru í 5. sætinu sem stendur.

Nice fékk Lens í heimsókn í dag og unnu sterkan 2-0 sigur. Nice fer upp í 3. sætið eftir sigurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner