Jordan Henderson hefur verið mikið í umræðunni í Hollandi undanfarið eftir drama í kringum félagaskiptagluggann í janúar.
Hann var sagður hafa viljað fara til Mónakó en hann sagði að félagið vildi losna við sig.
Hann var sagður hafa viljað fara til Mónakó en hann sagði að félagið vildi losna við sig.
Alex Kroes, tæknilegur ráðgjafi hjá Ajax, seegiir að Henderson hafi fundið fyrir pressu eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Al-Ettifaq.
„Það sem hefur verið í gangi með Jordan er að honum hefur ekki fundist hann vera eftirsóttur frá fyrstu mínútu. Það er ekki út af mér, þjálfurunum eða stjórninni. Allir í Hollandi hafa skoðun á öllu, hann hefur var talinn alltof dýr of fljótt," sagði Kroes.
„Á ákveðnum tímapunkti fer það að éta mann að innan. Það er mikil synd því verðmæti hans fyriir Ajax er meira en gífurlegt. Hann þarf ekki að biðja mig afsökunar, hann verður bara að vinna sína vinnu eins og hann gerði. Nei, hann bað mig ekki afsökunar."
Athugasemdir