Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. mars 2020 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Jafnt í Íslendingaslag - Elías Rafn hélt hreinu
Elías Rafn Ólafsson
Elías Rafn Ólafsson
Mynd: UEFA.com
Nú fyrir skemmstu lauk viðureign Sönderjyske og Odense í dönsku Superliga.

Hjá Sönderjyske var Eggert Gunnþór Jónsson í byrjunarliðinu og lék hann fyrstu 67 mínúturnar. Hjá Odesne var Aron Elís Þrándarson í byrunarliðinu og lék Aron allan leikinn.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli eftir að gestirnir frá Odense höfðu leitt leikinn í 50 mínútur. Bæði mörkin komu af vítapunktinum. Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamaður hjá heimamönnum.

Lyngby tapaði á útivelli 3-0. Frederik Schram er varamarkvörður Lyngby og sat allan tímann á bekknum.

Í dönsku 3. efstu deild varði Elías Rafn Ólafsson mark Aarhus Fremad í sigri í gær. Fremad vann 0-2 og er liðið efst í deildinni með sjö stiga forskot.
Athugasemdir
banner
banner
banner