
Gabriel Jesus, sóknarmaður Arsenal, hefur verið fjarverandi vegna meiðsla síðustu mánuðina.
Það hefur þó ekki bjátað á gengi Arsenal sem trónir áfram á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, með fimm stiga forystu á ríkjandi Englandsmeistara Manchester City.
Það styttist sífellt í endurkomu Jesus á fótboltavöllinn en í dag tók hann þátt í sinni fyrstu heilu æfingu með liðsfélögunum síðan í haust. Jesus gat æft af fullum krafti og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með honum á lokamánuðum tímabilsins.
Jesus var meðal bestu leikmanna Arsenal frá komu sinni frá Man City. Hann er með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 20 leikjum en hlutverk hans á vellinum hefur verið mikið stærra heldur en að skora bara mörk, þó að þau séu mikilvægur fylgifiskur.
Arsenal heimsækir Sporting til Portúgal í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og heimsækir svo Fulham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Tveir afar erfiðir og gríðarlega mikilvægir útileikir framundan.
Gabriel Jesus on his first full training session today — important news for Arsenal ?????????????? #AFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 8, 2023
???? @footballdaily pic.twitter.com/Zpx4NSWqjg