Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. mars 2023 14:30
Elvar Geir Magnússon
Í ævilangt bann fyrir að ráðast á dómara
Ahmad Al-Saleh.
Ahmad Al-Saleh.
Mynd: Getty Images
Sýrlenska fótboltasambandið hefur dæmt Ahmad Al-Saleh, fyrrum fyrirliða landsliðs Sýrlands, í lífstíðarbann eftir að hann beitti dómara líkamlegu ofbeldi og hrækti á hann.

Al-Saleh er 33 ára og spilar fyrir Al-Jaish í heimalandinu og fékk rautt spjald í leik gegn Al-Wathba á föstudag.

Leikmenn beggja liða þurftu að halda aftur af Al-Saleh sem hélt áfram að ráðast að dómaranum við búningsklefana eftir leik. Hann meðal annars sparkaði í dómarann.

Al-Saleh og félagslið hans fá einnig sekt en ekki er hægt að áfrýja þessum dómi.
Athugasemdir
banner
banner