Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. mars 2023 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Van Aanholt hjá PSV út næstu leiktíð (Staðfest)
Mynd: Getty Images

PSV Eindhoven hefur komist að samkomulagi við Galatasaray um félagsskipti vinstri bakvarðarins Patrick van Aanholt.


Van Aanholt, sem lék meðal annars fyrir Chelsea, Leicester og Crystal Palace á Englandi, verður 33 ára í sumar og missti byrjunarliðssæti sitt í sterku liði Galatasaray síðasta haust.

Hann var lánaður til PSV Eindhoven 1. febrúar og hefur verið að spila vel í hollensku deildinni. Ruud van Nistelrooy þjálfari hefur miklar mætur á honum og ákvað félagið því að klófesta bakvörðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Hollandi hefur PSV komist að samkomulagi við Galatasaray um að framlengja lánssamninginn út næstu leiktíð. Bakvörðurinn hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Galatasaray þar sem samningur hans við tyrkneska félagið rennur út á sama tíma, í júní 2024.


Athugasemdir
banner
banner