Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. apríl 2020 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: grenndargral 
Halldór skoraði markið í Moskvu - Óli Þórðar tók í Vasyl og lét hann heyra það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Ómar Áskelsson skoraði frægt mark í íslenskri knattspyrnusögu. Halldór segir frá því marki í samtali við Brynjar Karl Óttarsson í hlaðvarpsþættinum grenndargrali.

Halldór lék lengstum með Þór Akureyri en lék einnig með Val og Dalvík á sínum ferli. Halldór lék alls 24 landsleiki og skoraði fjögur mörk. Eitt þeirra stendur upp úr en það er mark hans gegn Sovétríkjunum ytra í maí árið 1989.

„Ólafur með langt innkast, Atli skallaði áfram, Sigurður náði ekki til knattarins. Halldór sem var á auðum sjó inn í vítateignum vinstra megin skoraði framhjá markverði Sovétmanna Rinat Dasayev, tíu ógleymanlegar sekúndur," segir sögumaðurinn Brynjar.

Niðurstaðan gegn Sovétmönnum var 1-1 og stig náðist í Moskvu líkt og í júní 2018 þegar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM gegn Argentínu. Undir lok þáttar segir Halldór frá baráttu Ólafs Þórðarssonar og Vasyl Rats, stjörnu vængmanni Sovétmanna.

„Í þessum leik var mikil barátta á milli Óla Þórðar og vængmanns Sovétmanna, Vasyl Rats." sagði Halldór. Hann segir að Óli hafi sett öxlina í Vasyl og ýtt honum út á hlaupabraut.

Þeim tveimur lenti saman í þrígang og í þriðja skiptið var Óli froðufellandi út á miðri hlaupabraut og stóð yfir Vasyl sem var 'drulluhræddur'. Óli tók í treyju Vasyl og sagði: „Stattu upp andskotans kommúnisti." Halldór segist aldrei hafa séð hræddari mann en Vasyl var á þeim tímapunkti.

Smelltu hér til að hlusta á spjall Brynjars og Halldórs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner