Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mán 08. maí 2017 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Grétars: Blikar eru í sárum
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, var skiljanlega svekktur eftir 1-0 tap gegn Fjölni í 2. umferð deildarinnar í dag. Þetta var annað tap liðsins í röð.

Hans Viktor Guðmundsson gerði eina mark leiksins þegar Igor Jugovic skaut í bakið á Hans og í netið á 61. mínútu.

Blikar hafa tapað báðum leikjum sínum í deildinni en Fjölnir er komið með fjögur stig.

„Þetta er svekkelsi. Þetta er ekki sú byrjun sem við ætluðum okkur. Þetta var tiltölulega jafn leikur og það er markið sem þeir skora sem skilur á milli," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Það gerði það ekki því miður. Því fagna Fjölnismenn en Blikar eru í sárum. Það eina sem hægt er að gera er að snúa bökum saman og núna er það næsti leikur, bretta upp ermar og sækja þrjú stig."

Viktor Örn Margeirsson kom inn í miðvörðinn í dag en Gísli Eyjólfsson færði sig framar. Gísli lék í miðverði í síðasta leik.

„Gísli er náttúrlega ekki miðvörður. Við settum hann í þá stöðu því Viktor var ekki klár og núna hentum við honum inn því við töldum hann geta spilað. Það var jákvætt að hann kláraði leikinn og það var vel gert en engin önnur ástæða en sú."

Blikar fengu nokkur tækifæri til þess að koma knettinum í netið en tókst ekki. Honum fannst vanta klókindi í sóknarleikinn á köflum.

„Mér fannst sérstaklega í seinni hálfleik, fram að markinu þeirra, þá fannst mér við vera að gera flotta hluti. Við vorum að komast á milli miðju og varnar oft og sækja hratt á þá en vantaði klókindi á síðustu sendingu og nýta það sem við fengum en það hefur verið að há okkur og við verðum að laga, það þarf að gerast einn tveir og bingó. Við þurfum að sækja stig í næsta leik."

Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Blika, er á láni hjá Horsens í Danmörku, en danska félagið ákvað að nýta sér ekki kaupréttinn á honum. Það þýðir það að Blikar fá hann ekki fyrr en glugginn lokar og verður hann því tiltækur 15. júlí þegar glugginn opnar á ný.

„Hann er okkar leikmaður. Þeir ætla ekki að nýta sér kaupréttinn, hann kemur til baka og það er eftir lokun á glugga. Hann verður klár 15. júlí, þannig er staðan, en það verður að koma í ljós hvort að það sé einhver að koma það getur vel verið."

„Við erum að skoða hafsent þar sem Viktor hefur ekki verið klár en að vísu stóð hann sig vel í dag sem er plús,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir