Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 08. maí 2017 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Grétars: Blikar eru í sárum
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, var skiljanlega svekktur eftir 1-0 tap gegn Fjölni í 2. umferð deildarinnar í dag. Þetta var annað tap liðsins í röð.

Hans Viktor Guðmundsson gerði eina mark leiksins þegar Igor Jugovic skaut í bakið á Hans og í netið á 61. mínútu.

Blikar hafa tapað báðum leikjum sínum í deildinni en Fjölnir er komið með fjögur stig.

„Þetta er svekkelsi. Þetta er ekki sú byrjun sem við ætluðum okkur. Þetta var tiltölulega jafn leikur og það er markið sem þeir skora sem skilur á milli," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Það gerði það ekki því miður. Því fagna Fjölnismenn en Blikar eru í sárum. Það eina sem hægt er að gera er að snúa bökum saman og núna er það næsti leikur, bretta upp ermar og sækja þrjú stig."

Viktor Örn Margeirsson kom inn í miðvörðinn í dag en Gísli Eyjólfsson færði sig framar. Gísli lék í miðverði í síðasta leik.

„Gísli er náttúrlega ekki miðvörður. Við settum hann í þá stöðu því Viktor var ekki klár og núna hentum við honum inn því við töldum hann geta spilað. Það var jákvætt að hann kláraði leikinn og það var vel gert en engin önnur ástæða en sú."

Blikar fengu nokkur tækifæri til þess að koma knettinum í netið en tókst ekki. Honum fannst vanta klókindi í sóknarleikinn á köflum.

„Mér fannst sérstaklega í seinni hálfleik, fram að markinu þeirra, þá fannst mér við vera að gera flotta hluti. Við vorum að komast á milli miðju og varnar oft og sækja hratt á þá en vantaði klókindi á síðustu sendingu og nýta það sem við fengum en það hefur verið að há okkur og við verðum að laga, það þarf að gerast einn tveir og bingó. Við þurfum að sækja stig í næsta leik."

Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Blika, er á láni hjá Horsens í Danmörku, en danska félagið ákvað að nýta sér ekki kaupréttinn á honum. Það þýðir það að Blikar fá hann ekki fyrr en glugginn lokar og verður hann því tiltækur 15. júlí þegar glugginn opnar á ný.

„Hann er okkar leikmaður. Þeir ætla ekki að nýta sér kaupréttinn, hann kemur til baka og það er eftir lokun á glugga. Hann verður klár 15. júlí, þannig er staðan, en það verður að koma í ljós hvort að það sé einhver að koma það getur vel verið."

„Við erum að skoða hafsent þar sem Viktor hefur ekki verið klár en að vísu stóð hann sig vel í dag sem er plús,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner