Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
   mán 08. maí 2017 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Grétars: Blikar eru í sárum
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, var skiljanlega svekktur eftir 1-0 tap gegn Fjölni í 2. umferð deildarinnar í dag. Þetta var annað tap liðsins í röð.

Hans Viktor Guðmundsson gerði eina mark leiksins þegar Igor Jugovic skaut í bakið á Hans og í netið á 61. mínútu.

Blikar hafa tapað báðum leikjum sínum í deildinni en Fjölnir er komið með fjögur stig.

„Þetta er svekkelsi. Þetta er ekki sú byrjun sem við ætluðum okkur. Þetta var tiltölulega jafn leikur og það er markið sem þeir skora sem skilur á milli," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Það gerði það ekki því miður. Því fagna Fjölnismenn en Blikar eru í sárum. Það eina sem hægt er að gera er að snúa bökum saman og núna er það næsti leikur, bretta upp ermar og sækja þrjú stig."

Viktor Örn Margeirsson kom inn í miðvörðinn í dag en Gísli Eyjólfsson færði sig framar. Gísli lék í miðverði í síðasta leik.

„Gísli er náttúrlega ekki miðvörður. Við settum hann í þá stöðu því Viktor var ekki klár og núna hentum við honum inn því við töldum hann geta spilað. Það var jákvætt að hann kláraði leikinn og það var vel gert en engin önnur ástæða en sú."

Blikar fengu nokkur tækifæri til þess að koma knettinum í netið en tókst ekki. Honum fannst vanta klókindi í sóknarleikinn á köflum.

„Mér fannst sérstaklega í seinni hálfleik, fram að markinu þeirra, þá fannst mér við vera að gera flotta hluti. Við vorum að komast á milli miðju og varnar oft og sækja hratt á þá en vantaði klókindi á síðustu sendingu og nýta það sem við fengum en það hefur verið að há okkur og við verðum að laga, það þarf að gerast einn tveir og bingó. Við þurfum að sækja stig í næsta leik."

Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Blika, er á láni hjá Horsens í Danmörku, en danska félagið ákvað að nýta sér ekki kaupréttinn á honum. Það þýðir það að Blikar fá hann ekki fyrr en glugginn lokar og verður hann því tiltækur 15. júlí þegar glugginn opnar á ný.

„Hann er okkar leikmaður. Þeir ætla ekki að nýta sér kaupréttinn, hann kemur til baka og það er eftir lokun á glugga. Hann verður klár 15. júlí, þannig er staðan, en það verður að koma í ljós hvort að það sé einhver að koma það getur vel verið."

„Við erum að skoða hafsent þar sem Viktor hefur ekki verið klár en að vísu stóð hann sig vel í dag sem er plús,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner