Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 08. maí 2021 22:20
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Frammistaða sem verðskuldaði þrjú stig
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og Breiðablik mættust á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld og endaði leikurinn 3-3 í stórskemmtilegum fótboltaleik.

„Mikið svekkelsi að ná ekki að klára þetta, eftir þessa frammistöðu sem mér fannst við verðskulda þrjú stig." voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Breiðablik

Leiknismenn lenda undir en sýna góðan karakter og svara með þremur góðum mörkum en misstu leikinn niður í jafntefli á lokamínútum leiksins.

„Við fáum fullt af færum til að skora fleiri mörk þannig að já mikið svekkelsi en við munum einhverneigin taka það góða úr þessu og ekki fara vorkenna okkur of mikið heldur bara taka þetta með okkur sem góða reynslu."

Leiknismenn voru frábærir í dag en liðinu er spáð falli úr deildinni en liðið hefur náð í góð úrslit í fyrstu tveimur umferðunum.

„Fín byrjun á mótinu. Ég held það sé meira en bara karakter í þessu liði það eru líka fullt af gæðum og við erum bara virkilega ánægðir með þessa byrjun á mótinu."
Athugasemdir
banner
banner