Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   lau 08. maí 2021 22:20
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Frammistaða sem verðskuldaði þrjú stig
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og Breiðablik mættust á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld og endaði leikurinn 3-3 í stórskemmtilegum fótboltaleik.

„Mikið svekkelsi að ná ekki að klára þetta, eftir þessa frammistöðu sem mér fannst við verðskulda þrjú stig." voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Breiðablik

Leiknismenn lenda undir en sýna góðan karakter og svara með þremur góðum mörkum en misstu leikinn niður í jafntefli á lokamínútum leiksins.

„Við fáum fullt af færum til að skora fleiri mörk þannig að já mikið svekkelsi en við munum einhverneigin taka það góða úr þessu og ekki fara vorkenna okkur of mikið heldur bara taka þetta með okkur sem góða reynslu."

Leiknismenn voru frábærir í dag en liðinu er spáð falli úr deildinni en liðið hefur náð í góð úrslit í fyrstu tveimur umferðunum.

„Fín byrjun á mótinu. Ég held það sé meira en bara karakter í þessu liði það eru líka fullt af gæðum og við erum bara virkilega ánægðir með þessa byrjun á mótinu."
Athugasemdir