Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   lau 08. maí 2021 22:20
Anton Freyr Jónsson
Siggi Höskulds: Frammistaða sem verðskuldaði þrjú stig
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og Breiðablik mættust á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld og endaði leikurinn 3-3 í stórskemmtilegum fótboltaleik.

„Mikið svekkelsi að ná ekki að klára þetta, eftir þessa frammistöðu sem mér fannst við verðskulda þrjú stig." voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Breiðablik

Leiknismenn lenda undir en sýna góðan karakter og svara með þremur góðum mörkum en misstu leikinn niður í jafntefli á lokamínútum leiksins.

„Við fáum fullt af færum til að skora fleiri mörk þannig að já mikið svekkelsi en við munum einhverneigin taka það góða úr þessu og ekki fara vorkenna okkur of mikið heldur bara taka þetta með okkur sem góða reynslu."

Leiknismenn voru frábærir í dag en liðinu er spáð falli úr deildinni en liðið hefur náð í góð úrslit í fyrstu tveimur umferðunum.

„Fín byrjun á mótinu. Ég held það sé meira en bara karakter í þessu liði það eru líka fullt af gæðum og við erum bara virkilega ánægðir með þessa byrjun á mótinu."
Athugasemdir
banner