Leiknir Reykjavík og Breiðablik mættust á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld og endaði leikurinn 3-3 í stórskemmtilegum fótboltaleik.
„Mikið svekkelsi að ná ekki að klára þetta, eftir þessa frammistöðu sem mér fannst við verðskulda þrjú stig." voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis.
„Mikið svekkelsi að ná ekki að klára þetta, eftir þessa frammistöðu sem mér fannst við verðskulda þrjú stig." voru fyrstu viðbrögð Sigurðar Höskuldssonar þjálfara Leiknis.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 - 3 Breiðablik
Leiknismenn lenda undir en sýna góðan karakter og svara með þremur góðum mörkum en misstu leikinn niður í jafntefli á lokamínútum leiksins.
„Við fáum fullt af færum til að skora fleiri mörk þannig að já mikið svekkelsi en við munum einhverneigin taka það góða úr þessu og ekki fara vorkenna okkur of mikið heldur bara taka þetta með okkur sem góða reynslu."
Leiknismenn voru frábærir í dag en liðinu er spáð falli úr deildinni en liðið hefur náð í góð úrslit í fyrstu tveimur umferðunum.
„Fín byrjun á mótinu. Ég held það sé meira en bara karakter í þessu liði það eru líka fullt af gæðum og við erum bara virkilega ánægðir með þessa byrjun á mótinu."
Athugasemdir