Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. maí 2022 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo hefur rætt við Sir Alex um framtíð sína
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Hér má lesa slúðurpakka dagsins sem BBC tók saman.

Arsenal er nálægt því að ganga frá kaupum á Youri Tielemans, 25, leikmanni Real Madrid fyrir 40 milljónir punda en ef liðinu mistekst að ná Meistaradeildarsæti er Real Madrid tilbúið að næla í leikmanninn. (Sun)

Cristiano Ronaldo, 37, hefur rætt framtíð sína hjá Manchester United við Sir Alex Ferguson fyrrum stjóra liðsins. (Sunday MIrror)

Tottenham mun semja við Sam Jonhstone markvörð West Brom eftir að Manchester United hætti við. (Sunday Mirror)

Tottenham hefur verið látið vita að Pau Torres varnarmaður Villarreal sé falur fyrir 45 milljónir punda en hann er með riftunarákvæði uppá 55 milljónir punda í samningnum. (Football Insider)

Paul Pogba miðjumaður Manchester United og franska landsliðsins hefur rætt við Juventus um að ganga til liðs við félagið í sumar. (Football Transfers)

Nemanja Matic, 33, er að yfirgefa Manchester United en hann gæti farið til Juventus í sumar. (Daily Star Sunday)

Thomas Frank stjóri Brentford vill að Christian Eriksen, 30, verði hjá félaginu næstu árin og samningar náist fyrir lok tímabilsins. (Mail on Sunday)

West Ham er í forystunni í baráttunni um Ben Brereton Diaz, 23, sóknarmann Blackburn (Sun)

Ralf Rangnick bráðabirgðarstjóri Manchester United býst við því að hópurinn verði ansi breyttur með komu Erik ten Hag. Hann býst við 6-8 nýjum leikmönnum í sumarglugganum. (Sunday Mirror)

Leicester hefur blandað sér í baráttuna gegn Chelsea um Gleison Bremer varnarmann Torino en verðmiðinn á honum er 40 milljónir punda. (Sun)

Nicolas Tagliafico, 29, mun yfirgefa Ajax í sumar en samningurinn hans rennur út eftir ár. (Fabrizio Romano)

kalvin Phillips, 26, leikmaður Leeds United og enska landsliðsins segir að hann sé einbeittur á að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni með félaginu en hann er orðaður við Aston Villa og Manchester United. (Manchester Evening News)

Allan Saint-Maximin, 25, segir að hann sér sig ekki yfirgefa Newcastle í sumar. Goal)

Leandro Paredes miðjumaður PSG segir að honum dreymi um að spila fyrir Real Madrid. (TyC Sports)

Liverpool ætlar að bjóða Joe Gomez nýjan samning í sumar þrátt fyrir vangaveltur um framtíð hans hjá félaginu. (Liverpool Echo)


Athugasemdir
banner
banner
banner