Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 19. maí 2024 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sociedad í Evrópudeildina og Cádiz fallið - Sörloth með fernu gegn Real Madrid
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Næstsíðasta umferð spænska deildartímabilsins fór fram í dag þar sem Real Sociedad heimsótti Real Betis í mikilvægum slag í baráttunni um evrópudeildarsæti.

Sociedad komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik þrátt fyrir yfirburði heimamanna í liði Betis en þeim tókst ekki að skora. Betis klúðraði mikið af dauðafærum, brenndi af einni vítaspyrnu og fékk mark dæmt af í 0-2 tapi.

Sociedad er þar með búið að tryggja sér sjötta sæti spænsku deildarinnar sem veitir þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á meðan Betis siglir lygnan sjó í sjöunda sæti, sem kemur þeim í Sambandsdeildina á næstu leiktíð.

Cádiz CF er þá fallið eftir markalaust jafntefli á heimavelli gegn Las Palmas. Sigur í þessari viðureign hefði gefið liðinu tækifæri til að bjarga sér með sigri gegn botnliði Almeria í lokaumferðinni.

Cadiz komst nálægt því að skora í jafnteflinu gegn Las Palmas en þrautin varð ansi þung eftir að Victor Chust lét reka sig af velli á 74. mínútu. Tíu heimamönnum tókst ekki að finna sigurmarkið og er Cadiz því fallið niður um deild.

Mallorca bjargar sér um leið frá falli með 2-2 jafntefli gegn Almeria, þar sem Sergi Darder skoraði jöfnunarmark Mallorca á 83. mínútu.

Atlético Madrid steinlá á heimavelli gegn Osasuna en lærisveinar Diego Simeone voru nú þegar búnir að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar. Álvaro Morata skoraði eina mark Atlético í 1-4 tapi.

Barcelona vann þá 3-0 gegn Rayo Vallecano þar sem Pedri kom inn af bekknum og skoraði tvennu, á meðan Villarreal og Real Madrid gerðu 4-4 jafntefli eftir að Real hafði komist í 1-4 forystu fyrir leikhlé.

Arda Güler skoraði tvennu og þá áttu Brahim Diaz og Lucas Vázquez tvær stoðsendingar á haus í fyrri hálfleiknum. Alexander Sörloth gerði eina mark Villarreal en skipti svo um gír eftir leikhlé.

Sörloth skoraði þrennu í upphafi síðari hálfleiks og gerði hann öll þrjú mörkin eftir undirbúning frá Gerard Moreno. Sörloth skoraði því öll fjögur mörk Villarreal í leiknum.

Athletic 2 - 0 Sevilla
1-0 Raul Garcia ('17 )
2-0 Iker Muniain ('19 )

Atletico Madrid 1 - 4 Osasuna
0-1 Raul Garcia ('26 )
0-2 Aimar Oroz ('52 )
1-2 Alvaro Morata ('55 )
1-3 Raul Garcia ('64 )
1-4 Lucas Torro ('88 )

Barcelona 3 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Robert Lewandowski ('3 )
2-0 Pedri ('72 )
3-0 Pedri ('75 )

Betis 0 - 2 Real Sociedad
0-1 Brais Mendez ('5 )
0-2 Mikel Merino ('42 )
0-2 Abde Ezzalzouli ('66 , Misnotað víti)

Cadiz 0 - 0 Las Palmas
Rautt spjald: Victor Chust, Cadiz ('74)

Mallorca 2 - 2 Almeria
1-0 Cyle Larin ('29 )
1-1 Sergio Arribas ('41 )
1-2 Bruno Langa ('66 )
2-2 Sergi Darder ('83 )

Granada CF 1 - 2 Celta
0-1 Jorgen Strand Larsen ('61 )
0-2 Jonathan Bamba ('63 )
1-2 Bruno Mendez ('87 )
1-2 Antonio Puertas ('90 , Misnotað víti)

Valencia 1 - 3 Girona
0-1 Savio ('32 )
0-2 Artem Dovbyk ('58 )
0-3 Yarek Gasiorowski ('67 , sjálfsmark)
1-3 Pepelu ('84 , víti)

Villarreal 4 - 4 Real Madrid
0-1 Arda Guler ('14 )
0-2 Joselu ('30 )
1-2 Alexander Sorloth ('39 )
1-3 Lucas Vazquez ('40 )
1-4 Arda Guler ('45 )
2-4 Alexander Sorloth ('48 )
3-4 Alexander Sorloth ('52 )
4-4 Alexander Sorloth ('56 )
Athugasemdir
banner
banner
banner