Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   fim 08. júní 2017 21:36
Mist Rúnarsdóttir
Sara Björk: Stigum allar upp
Kvenaboltinn
Sara Björk skallar boltann í Dublin í kvöld.
Sara Björk skallar boltann í Dublin í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ánægð með spilamennsku Íslands við erfiðar aðstæður í Dublin í kvöld en var um leið svekkt að hafa ekki náð að landa sigri.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Írland

„Það var svolítið svekkjandi að fá ekki þrjú stig því við spiluðum rosalega vel við erfiðar aðstæður hér í dag. En það er margt rosalega jákvætt sem við getum tekið með okkur úr leiknum.“

Aðspurð um það hvað henni fannst ganga vel hjá íslenska liðinu svaraði Sara Björk:

„Hvernig við spiluðum boltanum á milli okkar og hvað við þorðum að halda í boltann en það vantaði kannski eitthvað í sóknarleikinn á síðasta þriðjungi. Að klára færin og skora fleiri mörk.“

Ísland spilaði í 3-4-3 í kvöld og Söru Björk fannst það koma vel út.

„Mér fannst það koma mjög vel út. Við erum búin að funda hérna dag eftir dag og allar búnar að fá pappíra og glærusjóv til að fara eftir. Allar stóðu sig í sínu hlutverki og allar áttu flottan leik í dag.“

Íslenska liðið var gagnrýnt eftir tapið gegn Hollandi í síðasta vináttuleik en þá virkaði liðið andlaust og mikið vantaði upp á hugarfarið. Sara Björk segir liðið sitt hafa brugðist vel við í dag.

„Við stigum allar upp. Við vissum alveg hversu andlausar og yfir höfuð lélegar við vorum á móti Hollandi og við svöruðum svolítið fyrir það í dag.“

Nánar er rætt við fyrirliðann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner