Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. júní 2021 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karólína: Veit að ég mun fá stærra hlutverk
Icelandair
Á landsliðsæfingu í dag
Á landsliðsæfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Titlinum fagnað
Titlinum fagnað
Mynd: Úr einkasafni
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gekk í raðir Bayern Munchen frá Breiðabliki í upphafi árs. Karólína var hluti af liði Bayern sem varð Þýskalandsmeistari á sunnudag.

Karólína ræddi við Fótbolta.net í gær og má nálgast það hér að neðan:

Karólína meistari í tveimur löndum - „Spes að dekka hvor aðra"

Karólína sat fyrir svörum á Teams-fundi í dag en hún er í undirbúningi ásamt íslenska landsliðinu fyrir tvo æfingaleiki gegn Írlandi.

Fyrri landsleikurinn er á föstudag klukkan 17:00 og báðir fara leikirnir fram á Laugardalsvelli.

Ekkert smá gaman að koma heim
Hvernig leggst verkefnið í þig?

„Verkefnið leggst gríðarlega vel í mig. Ekkert smá gaman að koma heim loksins, fá verkefni heima og hvað þá með áhorfendur. Maður getur ekki kvartað, þetta verður mjög skemmtilegt."

„Maður er alltaf tilbúinn að spila en Steini ræður því öllu. Ég vona að ég fái sem flestar mínútur en ég verð ánægð með allt,"
sagði Karólína.



Veit að hún fær stærra hlutverk
Hún var einnig spurð út í næsta tímabil hjá Bayern. Vonastu til að hlutverkið stækki á næsta tímabili?

„Já, auðvitað. Ég var að komast betur og betur inn í þetta, með hverjum deginum fannst mér."

„Ég kom meidd í janúar og það var extra erfitt að komast inn í þetta. Ég veit að ég mun fá stærra hlutverk og ég veit að trúin er til staðar hjá félaginu að ég muni vaxa og vaxa. Það er allt upp á við núna,"
sagði Karólína.
Athugasemdir
banner
banner
banner