mið 08. júní 2022 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli að kaupa Östigard frá Brighton - Áhugi á Deulofeu
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Napoli ætlar að kaupa norska varnarmanninn Leo Skiri Östigård af Brighton.


Östigard hefur verið hjá Brighton í fjögur ár en aðeins komið við sögu í einum keppnisleik fyrir félagið. Undanfarin tímabil hefur hann leikið fyrir St. Pauli, Coventry, Stoke og Genoa á láni og nú á hann ekki nema eitt ár eftir af samningi sínum við Brighton.

Hann stóð sig vel með Genoa í vor og vakti áhuga Napoli sem er búið að bjóða þrjár milljónir evra fyrir miðvörðinn.

Brighton vill fá meiri pening en gæti neyðst til að samþykkja tilboðið til að missa Östigard ekki frá sér á frjálsri sölu á næsta ári.

Östigard hefur verið lykilmaður upp yngri landslið Noregs og á þrjá leiki að baki fyrir A-landsliðið.

Napoli hefur einnig áhuga á spænska framherjanum Gerard Deulofeu sem hefur verið að gera góða hluti með Udinese.

Hinn 28 ára gamli Deulofeu, sem á leiki að baki fyrir lið á borð við Milan og Barcelona, skoraði 13 mörk í Serie A og gæti verið spennandi viðbót við skemmtilega framlínu Napoli.

Udinese mun líklega ekki selja Deulofeu, sem á fjóra landsleiki að baki fyrir Spán, fyrir minna en 25 milljónir evra.

Eins og kom fram í morgun er Napoli einnig að krækja í Federico Bernardeschi á frjálsri sölu.


Athugasemdir
banner