AS Roma er nálægt því að krækja í tyrkneska bakvörðinn Zeki Celik frá franska félaginu Lille.
Celik vakti mikla athygli a sér þegar hann vann frönsku deildina með Lille í fyrra. Atletico Madrid sýndi honum mikinn áhuga en Celik er enn hjá Lille og á eitt ár eftir af samningnum við félagið.
Celik er búinn að greina frá því að hann vilji ekki semja aftur við Lille og vonast til að vera seldur í sumar. Roma er í viðræðum við Lille um kaupverð og þjakast aðilar nær samkomulagi hægt og rólega.
Celik mun berjast við Rick Karsdorp um byrjunarliðssæti hjá Roma sem er að selja Alessandro Florenzi til Milan. Þá er Bryan Reynolds einnig hjá félaginu en hann verður líklegast lánaður út í haust.
Félagaskipti Ola Solbakken til Roma nálgast þá óðfluga. Solbakken er 23 ára kantmaður sem er búinn að ná samkomulagi við Roma.
Samningur hans við Bodö/Glimt rennur þó ekki út fyrr en í vetur og er Roma reiðubúið til að borga lága upphæð til að flýta fyrir félagaskiptunum.
Alfons Sampsted þekkir Solbakken vel þar sem þeir hafa oft leikið saman á hægri vængnum hjá Glimt.
Jose Mourinho og þjálfarateymi Roma hrifust af Solbakken þegar hann spilaði gegn þeim í Sambandsdeildinni á tímabilinu.