Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. júní 2023 14:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Madrid gæti nýtt sér ótrúlega klásúlu í samningi Rodrigo
Rodrigo fagnar marki með Leeds.
Rodrigo fagnar marki með Leeds.
Mynd: Getty Images
Spænski sóknarmaðurinn Rodrigo er líklegast á förum frá Leeds í sumar eftir að félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.

Rodrigo var besti leikmaður Leeds á tímabilinu en samkvæmt fréttakonunni Arancha Rodriguez þá hefur spænska stórveldið Real Madrid áhuga á framherjanum.

Það hefur verið fjallað um það í spænskum fjölmiðlum að Rodrigo sé með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að fara fyrir 3,5 milljónir evra eftir fall félagsins.

Það er í raun ótrúlegt því að Leeds keypti hann frá Valencia fyrir 30 milljónir evra sumarið 2020.

Hann gæti farið til Real Madrid í sumar en stórveldið er einnig að skoða Joselu, sóknarmann Espanyol, sem var þriðji markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner