Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
   lau 08. júní 2024 19:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjóst við óveðri á Akureyri - „Skilgreiningin á liðssigri"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Geggjað að koma á Akureyri að klára þetta," sagði Agla María leikmaður Breiðabliks eftir sigur liðsins á Þór/KA á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  3 Breiðablik

„Við vissum að grasið væri ekki upp á sitt besta þannig það þýddi ekkert að spila endalaust út úr vörninni. Við vorum meðvitaðar um það og nýttum okkar styrkleika og vorum duglegar að senda boltann langan í dag og það virkaði," sagði Agla María.

Agla María skoraði eitt og lagði upp annað. Hún var gríðarlega ánægð með frammistöðu liðsins í heild sinni.

„Mér fannst frammistaða liðsins heilt yfir mjög góð. Mín frammistaða var ekki betri en einhvers annars í liðinu. Við vorum að vinna fyrir hvor aðra, þetta var skilgreiningin á liðssigri," sagði Agla María.

Það hefur snjóað á Akureyri undanfarna daga og aðstæður á vellinum ekki upp á sitt besta. Það truflaði Öglu Maríu ekki.

„Hann er í raun ekkert verri en þegar maður kemur á Akureyri ef ég er alveg hreinskilin. Eins og fréttaflutningur hefur verið bjóst ég við einhverju óveðri hérna. Þetta var fullkomið fótboltaveður og ágætis aðstæður, ekki yfir neinu að kvarta," sagði Agla María að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner