Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 08. júní 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Cannavaro hættur með Udinese (Staðfest)
Fabio Cannavaro er hættur með ítalska liðið Udinese. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins á samfélagsmiðlum.

Ítalska goðsögnin tók við Udinese í apríl og tókst að bjarga liðinu frá falli.

Samningurinn var út tímabilið en ekki náði samkomulag um framlengingu.

Udinese tilkynnti í kvöld að Udinese væri farinn frá félaginu og er það nú í leit að nýjum þjálfara.

Cannavaro þjálfaði áður Al-Ahli- Al-Nassr, Benevento, Guangzhou Evergrande, Tianjin Quanjian og kínverska landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner