Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   lau 08. júní 2024 12:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigur á Englandi upphafið og endalokin hjá Jóa Berg
Icelandair
Jói í leiknum í gær.
Jói í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerist næst?
Hvað gerist næst?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason upplifðu það í gær að sigra England í annað skiptið á ferlinum. Þeir byrjuðu báðir leikinn í gær og léku saman inn á miðjunni. Jói byrjaði líka gegn Englandi í Nice á EM 2016, í þeim leik kom Arnór inn af bekknum undir lokin.

Rétt tæplega átta ár voru á milli sigranna tveggja gegn Englandi.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Hrafnkell Freyr Ágústsson, góðvinur Jóa, birti færslu á X í dag þar sem hann vekur athygli á því að ferill Jóa í ensku úrvalsdeildinni hófst eftir sigur Íslands í Nice.

Ferli Jóa í úrvalsdeildinni er líklega lokið en hann yfirgaf Burnley í síðasta mánuði og óvíst er hvar hann spilar á næsta tímabili.

„Jói Berg var nýbúinn að vinna England þegar hann spilaði sínar fyrstu mínútur í Premier League 2016, Hann kvaddi hana einnig með því að vinna þá aftur 2024," skrifaði Hrafnkell.

Fyrirliðinn fékk níu í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum í gær. Leiðtoginn á miðsvæðinu. Er svo rólegur, hefur gert þetta allt áður. Aðrir leikmenn fylgja hans fordæmi.

Athugasemdir
banner
banner
banner