Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
   fös 07. júní 2024 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Tveir sem hafa unnið England tvisvar - „Það er ekki slæmt"
Icelandair
Jói Berg í leiknum í kvöld.
Jói Berg í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tveir leikir hjá mér og tveir sigrar. Það er ekki slæmt," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Íslands, eftir 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley í kvöld.

„Að vinna á Wembley er hrikalega gaman. Tveir flottir leikir. Langt síðan síðast. Það er geggjað að koma hingað og vinna þennan leik."

Jói Berg er annar af tveimur leikmönnum Íslands - ásamt Arnóri Ingva Traustasyni - sem hafa spilað í tveimur sigrum gegn Englandi. Hinn sigurinn var auðvitað á EM 2016.

„Það er mjög skemmtilegt. Auðvitað dreymir okkur öllum að spila á móti Englandi. Það er frábært að hafa spilað á móti þeim tvisvar og vinna í bæði skiptin."

„Við sýndum það að við erum góðir þegar við þorum að halda í boltann. Auðvitað þurfum við að verjast og sérstaklega á móti svona þjóðum. Það er frábært að byggja ofan á þetta sem við höfum verið að gera undanfarna mánuði."

„Mér finnst við vera búnir að finna ákveðnu formúlu sem gengur mjög vel. Við þurfum að byggja ofan á það," sagði Jói Berg.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner