
„Tveir leikir hjá mér og tveir sigrar. Það er ekki slæmt," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Íslands, eftir 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley í kvöld.
„Að vinna á Wembley er hrikalega gaman. Tveir flottir leikir. Langt síðan síðast. Það er geggjað að koma hingað og vinna þennan leik."
„Að vinna á Wembley er hrikalega gaman. Tveir flottir leikir. Langt síðan síðast. Það er geggjað að koma hingað og vinna þennan leik."
Jói Berg er annar af tveimur leikmönnum Íslands - ásamt Arnóri Ingva Traustasyni - sem hafa spilað í tveimur sigrum gegn Englandi. Hinn sigurinn var auðvitað á EM 2016.
„Það er mjög skemmtilegt. Auðvitað dreymir okkur öllum að spila á móti Englandi. Það er frábært að hafa spilað á móti þeim tvisvar og vinna í bæði skiptin."
„Við sýndum það að við erum góðir þegar við þorum að halda í boltann. Auðvitað þurfum við að verjast og sérstaklega á móti svona þjóðum. Það er frábært að byggja ofan á þetta sem við höfum verið að gera undanfarna mánuði."
„Mér finnst við vera búnir að finna ákveðnu formúlu sem gengur mjög vel. Við þurfum að byggja ofan á það," sagði Jói Berg.
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir